Leita í fréttum mbl.is

Ályktun um Norðlingaölduveitu og Rammaáætlun

Stjórn Vistfræðifélagsins ályktar um Norðlingaölduveitu og Rammaáætlun

Reykjavík, 21. nóvember 2013
Til umhverfis-og auðlindaráðherra, Sigurðar Inga Jóhannssonar (afrit sent til fjölmiðla),
 
Stjórn Vistfræðifélags Íslands skorar á stjórnvöld að láta af öllum áformum um frekari veitur fyrir virkjanir í og við Þjórsárver.  Þjórsárver eiga að njóta verndar sem landslagsheild samkvæmt faglegum forsendum Rammaáætlunar. Þau njóta einnig verndar sam kvæmt alþjóðlegum samningi um vernd votlendis (Ramsar sáttmálinn) sem Íslendingar eru aðilar að. Ákvarðanir um auðlindanýtingu þarf að byggja á vísindalegri þekkingu.
 
Nýting þarf að taka tillit til fjölbreyttra hagsmuna íslensku þjóðarinnar í nútíð og fra mtíð en ekki byggja á takmörkuðum efnahagslegum og tímabundnum forsendum.
 
Í þessu tilliti er afar brýnt að fylgja eftir hinni faglegu Rammaáætlun sem þegar hefur verið afgreidd lögformlega af Alþingi og hverfa frá öllum áformum um frekari röskun þess vistkerfis og landslagsheildar sem Þjórsárver mynda.
 
Stjórn Vistfræðifélags Íslands 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband