Leita í fréttum mbl.is

Glæsileg rannsókn og vel diffrað að auki

Það verður að viðurkennast að ég er hinn mesti óviti í jarðfræði, en af því að líffræðin er svo lánsöm að deila húsi með jarðfræðingum, þá lærir maður hitt og þetta. Sigrún Hreinsdóttir hefur t.d. verið dugleg við að kenna mér um jarðskorpuhreyfingar og kvikuhólf, samfara eldgosum.

Nýleg rannsókn hennar og samstarfsmanna sýnir mjög greinilegt samband á milli þrýstings í kvikuhólfi og stærð gosmakkar. Sigrún og félagar settu upp GPS mælitæki í kringum Grímsvötn, og náðu síkvikum mælingum af kvikuhólfinu þegar það var að þenjast út, og tæma sig. Félagar þeirra á veðurstofunni greindu hæð gosmakkarins (líklega með radar) og þannig gafst tækifæri á að kanna sambandið á milli breytinga í hólfinu og stróksins sem stóð upp úr eldfjallinu.

Björn Malmquist fréttamaður ræddi ítarlega við Sigrúnu, og var viðtalið birt samhliða styttri frétt um málið á vef RÚV (mjög flott framtak). Þar útskýrði Sigrún mikilvægi stærðfræði og þá sérstaklega diffrunar fyrir rannsóknina.

Einnig var rætt við hana í morgunútvarpi Rásar tvö í gærmorgun. Þar kom í ljós að Sigrún, er í launalausu leyfi frá jarðfræðideild HÍ, og starfar nú á Nýja Sjálandi sem vísindamaður. Hún er að kanna starfsumhverfið og aðstöðu þar, til að athuga hvort hún muni ílengjast þar eða ekki.

Á síðata ári fjölluðum við mikið um á misræmi milli stefnu stjórnvalda, eins og hún t.d. birtist í stefnu Vísinda og tækniráðs sem forsætisráðherra leiðir, og fjárlagafrumvarpi síðasta árs. Í ljósi þess að alþingi og stjórnvöld hérlendis hafa engan áhuga á að byggja upp þekkingarsamfélag og nýsköpun hérlendis, get ég ekki mælt með því við Sigrúnu að hún komi aftur.

Ítarefni og viðtöl.

http://www.ruv.is/frett/jardskorpubreytingar-notadar-vid-oskuspar 

 

Morgunútvarp Rásar 2 13. 1. 2014 Nákvæmari spár um áhrif gosösku

Sigrún Hreinsdóttir o.fl. Volcanic plume height correlated with magma-pressure change at Grímsvötn Volcano, Iceland    Nature Geoscience    (2014) doi:10.1038/ngeo2044

http://www.nature.com/ngeo/journal/vaop/ncurrent/full/ngeo2044.html 

Þórarinn Guðjónsson Við erum ekkert án vísinda


mbl.is Geti spáð fyrir um hæð gosmakkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband