Leita í fréttum mbl.is

Forseti vísindafélagsins segir að ráðherra eigi að biðjast afsökunar

Varðandi athugasemdir umhverfisráðherra í þættinum sunnudagsmorgun. Þar sagði hann að vísindamenn væru í pólitík.

Þórarinn Guðjónsson var í viðtali hjá Sjónmáli í gær (14. janúar 2014) og varði faglega vinnu hópsins um Rammaáætlun og leiðréttingar vísindafólksins.

Þórarinn segir að umhverfisráðherra vegi að þessum hópi og eigi að biðja hópinn afsökunar.

http://ruv.is/sarpurinn/sjonmal/14012014

Gísli Marteinn spurði hvaða fagmenn?

Sem er drungaleg spurning, og bergmálar þann stjórnmálalitaða gerviveruleika sem búinn er til af hægri mönnum í bandaríkjunum. Þar er m.a. til conservapedia, þar sem er íhaldsútgáfur af náttúrulögmálum sem ónáða pólitíska og persónulega sjálfsmynd margra hægri manna.

Þeir sem hafa áhuga á því sem er að gerast í Bandaríkjunum ættu að lesa bókina The Republican Brain - Chris Mooney.


mbl.is Mikilvægt að ná sátt í málinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Hann hefur beðist afsökunar á því að hafa e.t.v. verið misskilinn...

Af http://www.ruv.is/frett/agreiningurinn-snyst-um-atvinnustefnu

"Þetta mál var rætt á Alþingi í gær þar sem Sigurður Ingi Jóhannsson umhverfisráðherra var meðal annars sakaður um að tala niður skoðanir fagfólks. Hann segir að ef fólk hafi túlkað orð sín svo að hann væri að tala niður fagmennsku eða þá biðjist hann afsökunar á því. Það hafi ekki verið ætlun sín. „En það er hins vegar alltaf spurningin hverjir mega tjá sig,“ bætir hann við. „Mér finnst að allir megi tjá sig, bæði stjórnmálamenn og fagfólk.“"

Haraldur Rafn Ingvason, 15.1.2014 kl. 13:26

2 Smámynd: Arnar Pálsson

Takk Haraldur

Þetta er svona "ekki-afsökun". Stjórnmálamenn hafa lengi haft þann háttinn á að drepa málum á dreif, snúa út úr, játa aldrei á sig mistök eða mismæli. Þetta á jafnt við um íhaldsmenn sem frjálslynda, auðvaldssinna eða jafnaðarmenn, stjórnvaldssinna sem lýðveldissinna.

Kjarni málsins er að ráðherra er að vega alvarlega að heiðri þeirra fagmanna sem unnu Rammáætlun, og þar með að stefna öllu ferlinu í hættu.

Miðað við orð hans og gjörðir, grunar mig að það sé ætlan hans.

Arnar Pálsson, 16.1.2014 kl. 08:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband