Leita í fréttum mbl.is

Á sömu leið og risaeðlurnar

Greind fíla er aðdáunarverð. En hún dugir þeim ekki til að forðast þungvopnaða veiðimenn á jeppum, sem eitra vatnsbólin.

Staðreynd málsins er að fílar eru myrtir unnvörpum, aðallega vegna beinanna sem notuð eru í skraut og "óhefðbundin" meðul. Þeir eru jafnvel ekki öruggir í stórum þjóðgörðum eins og Serengeti.

Vinnufélagar mínir voru á ferð í sigdalnum á síðasta ári, og samkvæmt heimamönnum þeirra stefna fílar fram af brúninni. Nýlegt mat segir að 20% villtra fíla muni hverfa á 10 árum. En þetta mat er byggt á tölum frá síðasta áratug, og miðað við nýlegar fréttir er staðan örugglega verri.

Við sjáum fram á að villtir fílar lendi í sömu skúffu og risaeðlurnar.

576px-museum_al_dinosaur.jpg

Þeir verða ekki formlega útdauðir, því nokkur dýr verða í dýragörðum eða á verndarsvæðum. En það verður aldrei eins - fílar í dýragarði eru ekki sömu dýrin og í náttúrunni. Þeir munu ekki fylgja regninu eða leita í salthella til að birgja sig upp.

Þetta mun gerast á minna en mannsaldri, á meðan við hvelfumst um sjálf okkur í tölvum og sykursukki.

Eyðing náttúrulegrar fjölbreytni og auðlinda er eitt mest aðkallandi vandamál nútímans. Fílar gleyma engu, en menn gleyma staðreyndum sem þessari og á meðan hverfa dýrategundir af jörðinni á skuggalegum hraða.

Það er forvitnilegt að læra um nýuppgötvaðar risaeðlur, en það er óþarfi að hrekja allar lífverur fram af brúninni til að svala þorsta sínum í platheilsumeðul, fílabeinsskraut og steingervinga.

Mynd af amerískum Torvosaurus af wikimedial commons.

Ítarefni:

International Union for the Conservation of Nature (IUCN) that “one-fifth of Africa’s elephants could be wiped out in the next ten years, at current poaching levels.” 

National Geographic 2013 Elephant Declines Vastly Underestimated

Freyr Eyjólfsson á Rás 2 fjallaði um Nýja risaeðlutegund, lýst fyrst í grein í Plos One.

Christophe Hendrickx og Octávio Mateus Torvosaurus gurneyi n. sp., the Largest Terrestrial Predator from Europe, and a Proposed Terminology of the Maxilla Anatomy in Nonavian Theropods PLoS one, 2014. DOI: 10.1371/journal.pone.0088905


mbl.is Fílar bera kennsl á mannsraddir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Hryllingur! Og ástæðurnar! Þetta á að heima homo sapiens!

Sigurður Þór Guðjónsson, 14.3.2014 kl. 00:50

2 Smámynd: Arnar Pálsson

Takk fyrir athugasemdina Sigurður Þór.

Ég gerði ekki ástæðurnar að umræðuefni hér, þær eru alveg sér kapituli.

Arnar Pálsson, 19.3.2014 kl. 15:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband