2.5.2014 | 20:59
Sveiganleg snemmþroskun ávaxtaflugunnar
Rannsóknir mínar snúast að miklu leyti um starfsemi kerfa sem stýra þroskun lífvera, frá frjóvguðu eggi í fullorðna veru. Það sem ég hef sérstakan áhuga á, er hvernig kerfin þróast. Hversu breytileg eru þau á milli einstaklinga, og hvernig eru þau ólík á milli tegundar?
Nýjasta rannsókn okkar fjallar um breytileika í stjórnröðum ávaxtaflugunnar. Tiltekinn bútur fyrir framan even-skipped genið er nauðsynlegur til að kveikja á því á réttum stað og tíma í fóstrinu. Þessi bútur er stjórnröð, sem viss stjórnprótín þurfa að bindast við. Stjórnprótínin þekkja ákveðna DNA röð og loða við hana. Eldri rannsóknir, m.a. okkar, hafa sýnt að þessar stjórnraðir eru almennt vel varðveittar í þróun.
Niðurstaða nýju rannsóknarinnar er sú að í ákveðinni stjórnröð gensins, er annað uppi á teningnum. Þar finnast tvær stórar úrfellingar sem báðar fjarlægja bindistað fyrir sama stjórnprótínið. Það er ákaflega sjaldgæft að finna svona stórar úrfellingar í stjórnröðum, hvað þá tvær sem báðar eyðileggja samskonar virkni.
Reyndar vitum við ekki alveg hver orsökin er, en það er ljóst að snemmþroskun er mun sveiganlegri en okkur grunaði.
Rannsóknin birtist í tímaritinu PLoS One í gær.
Palsson A, Wesolowska N, Reynisdóttir S, Ludwig MZ, Kreitman M (2014) Naturally Occurring Deletions of Hunchback Binding Sites in the Even-Skipped Stripe 3+7 Enhancer. PLoS ONE 9(5): e91924. doi:10.1371/journal.pone.0091924
Myndin er úr eldri grein okkar, og sýnir tjáningu even-skipped gensins, í sjö röndum í fóstrunum fjórum vinstramegin og í miðjunni.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Athugasemdir
Til hamingju Arnar!
Steindór J. Erlingsson (IP-tala skráð) 2.5.2014 kl. 21:29
Takk kærlega Steindór.
Meðgangan var ansi löng, en þetta hafðist.
Arnar Pálsson, 3.5.2014 kl. 12:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.