Leita í fréttum mbl.is

Kambeðlur í fótabaði í Þórsmörk

Bækurnar og leikföngin kveiktu hjá mér áhuga á risaeðlum og hleyptu ímyndunaraflinu á flug. Mér er sérstaklega minnisstæð ein Tarzanbókin, þar sem hann lenti í dulinni veröld þar sem útdauðar risaeðlur voru bráðlifandi.

Stærðin á risaeðlum dugir til að fylla mann lotningu og ótta. Að ímynda sér þórseðlur í tjörninni eða snareðlur að veiða kindur á Vestfjörðum. Bara það að standa við fótskemil beinagrindar af T. rex er nóg til að manni renni kalt vatn milli skinns og hörunds.

Trex_Sue Það er spennandi að heyra um risaeðlufótspor í Túrkmenistan, og hugsa um þessi stórfenglegu dýr og þann óratíma sem liðin er síðan þau skildu við.

Síðustu risaeðlurnar dóu út fyrir um 65 milljónum ára. Sem er rúmlega 40 milljón árum áður en elsti hluti Íslands varð til. Því er harla ólíklegt að finngálkn hafi nokkurn tímann veitt bleikju í Þingvallavatn eða kambeðlur legið í sólbaði í Þórsmörk. 

Mynd Tyrannosaurus rex steingervingur kenndur við stofnanda safnsins Sue Hendrickson. Náttúrufræðisafnið í Chicago (the Field Museum) er ævintýralegur staður.

Að auki.

Frétt MBL.is er þýdd nánast orðrétt af vef AFP fréttaveitunar.

 
Leiðrétting. Fyrsta setningin var umorðuð 4. maí.

mbl.is Alvöru Júragarður á hásléttunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Við höfum Framsóknarflokkinn, er það ekki nóg.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 4.5.2014 kl. 17:53

2 Smámynd: Arnar Pálsson

Sæll Vilhjálmur

Þetta er athyglisverð spurning. Hvaða risaeðlu myndir þú vilja fá í staðinn fyrir Framsóknarflokkinn? Eða fyrir Pírata?

Arnar Pálsson, 5.5.2014 kl. 17:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband