Leita í fréttum mbl.is

Hráefni fyrir vísindi og velferð

Fræðimenn og vísindamenn eru drifnir áfram af forvitni, en þurfa gott umhverfi til að geta náð árangri. Þeir þurfa að fá aðstöðu og örvandi umhverfi, tækifæri til að kenna og sækja vísindafundi. Og þeir þurfa fjármagn til að framkvæma rannsóknirnar, hvort sem það eru talningar á fuglum í björgum, mælingar á þenslu kvikuhólfa, greining á félagslegum áhrifum snjallsíma eða greiningar á virkni gena sem stýra þroskun.

Hérlendis hefur fjármögnun vísinda verið í skötulíki. Miðað við aðrar vesturlandaþjóðir verjum við lítilli prósentu ríkisútgjalda til samkeppnissjóða. Samkeppnisjóðirnir styrkja verkefni í grunnrannsóknum en einnig til tækniþróunar. Sjóðirnir hafa rýrnað undanfarin ár því þeir hafa staðið í stað í krónutölu, þeir voru auknir í gegnum veiðigjald og skornir aftur þegar ný stjórn tók við (síðasta haust).

Blessunarlega virðist ríkistjórnin hafa skipt um skoðun, miðað við fréttir af aðgerðaráætlun Vísinda og tækniráðs, og loforðum forsætisráðherra.

Aðgerðaráætlunin útlistar 21 atriði sem eiga að bæta umgjörð og afrakstur vísinda og nýsköpunar hérlendis. Eins og við ræddum í gærkvöldi þá er mikil áhersla á að skapa störf og bæta tengsl við atvinnulífið. Það á að hvetja atvinnulífið til þess að leggja 5 milljarða í rannsóknir, yfir tveggja ára tímabil. Hugmyndin er að nota skattkerfið til að hvetja til fjárfestinga í nýsköpun. Það er lofsvert markmið, en því skal haldið til haga að velferðin er ekki bara tengd peningum, heldur einnig upplýstu, gagnrýnu og samheldnu þjóðfélagi. Slíkt gerist ekki að sjálfu sér, heldur þarf góða menntun, fjölmiðla, áhugamannafélög og ríkisstofnanir.

Í áætluninni eru einnig atriði um sameiningu mennta og rannsóknarstofnanna, og að fjármögnun þeirra komi að stærra leyti úr samkeppnissjóðum.

Margt í þessu er mjög jákvætt, en það má ekki gleymast að mörg vandamá íslenska rannsókna og menntakerfisins eru tengd aldarlöngu fjársvelti og brengluðum kerfum (eins og t.d. vinnumatskerfi opinberu háskólanna).

Þessari nýju áætlun bera að fagna, og við vonum að framkvæmdin gangi eins vel og hægt er.

Ítarefni:

Arnar Pálsson | 22. maí 2013 Verða framlög til vísinda og nýsköpunar efld verulega?

Lesa má aðgerðaáætl­un­ina í heild hér.

http://www.forsaetisraduneyti.is/media/vt/2014-5-22-stefna-adgerda-vt.pdf

Arnar Pálsson og Pétur H. Petersen | 31. mars 2014 Gallað vinnumatskerfi HÍ vinnur gegn gæðum vísinda  

Arnar Pálsson og Pétur H. Petersen | 18. desember 2013 Öflugir samkeppnissjóðir eru nauðsynlegir fyrir nýsköpun


mbl.is 2,8 milljarðar í nýsköpun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband