8.9.2014 | 08:55
Þróun plöntuerfðamengja könnuð með næstu kynslóðar raðgreingartækni
Dr. Sæmundur Sveinsson nýdoktor og sérfræðingur við byggkynbætur við Landbúnaðarháskóla Íslands mun fjalla um doktorsverkefni sitt við grasafræðideild háskólans í Bresku Kólumbíu í Vancouver, Kanada; Þróun plöntuerfðamengja könnuð með næstu kynslóðar raðgreingartækni
Útdráttur: Þær gríðarlegu framfarir sem hafa orðið á DNA raðgreiningar tækni á undanförnum fimm árum hafa gert vísindamönnum kleift að nálgast ýmsar líffræðilegar spurningar, sem fyrir einungis nokkrum árum sýndust óraunhæf rannsóknaverkefni. Í doktorsrannsókn minni notaðist ég við raðgreiningar tækni sem kennd er við Illumina, til þess að kanna ýmsa þætti varðandi þróun plöntuerfðamengja. Í fyrirlestri mínu mun ég fjalla um fornfjöllitnun í lín ættkvíslinni (Linum), þróunarlegan uppruna endurtekinna raða í grænukorna erfðamengjum smára (Trifolium) og þróun umfangsmikilla enduraðanna í grænukornaerfðamengjum fimm náksyldra belgjurta ættkvísla (Trifolium, Pisum, Lathyrus, Lens og Vicia).
http://lifvisindi.hi.is/events/bmc-seminar-dr-saemundur-sveinsson
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkur: Erindi og ráðstefnur | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.