Leita í fréttum mbl.is

Ráðgáta lífríkis Surtseyjar

Í baðstofunni segir afi barnabörnunum frá dýpstu ráðgátu lífsins. Hvernig það spratt fram á sjónarsviðið á líflausri plánetu langt aftur í fyrndinni.

radgata_frontur-120x180.jpgGóð munnleg frásögn er list sem smitar okkur af forvitni og ástríðu. Vönduð bók hefur sömu áhrif, annað hvort með mögnuðu ritmáli eða einstökum myndum.

Við erum svo lánsöm að í ár hafa komið út þrjár einstakar bækur á íslensku um líffræðileg efni.

Ráðgáta lífsins eftir Guðmund Eggertsson fjallar um uppruna lífsins og fyrstu skref sameindalíffræðinnar. Viðfangsefnin eru samofin, enda tóku rannsóknir á uppruna lífs stakkaskiptum þegar vísindamenn uppgötvuðu eiginleika prótína og erfðaefnisins.

Lífríki Íslands eftir Snorra Baldursson er einstakt verk um vistfræði og lífverur á landi voru. Snorri dregur sér efni úr ótöldum fjölda vísindagreina, en ritar samt ótrúlega léttan og forvitnilegan stíl. Ekki skaða stórflottar myndir af náttúru landsins.

Surtsey í sjónmáli eftir Erling Ólafsson og Lovísu Ásbjörnsdóttur. Þau fjalla um jarðfræði og líffræði eyjarinnar, framvindu gróðurs og dýralífs, sem og framtíð eyjarinnar. Bók þeirra prýðir einnig fjöldi góðra mynda.

Líffræðifélag Íslands mun standa fyrir kynningu á þessum þremur bókum 19. nóvember 2014.

Höfundar munu kynna bækur sínar í stofu 132 í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands (frá 17:30 til 19:00).

Fyrst flytja Guðmundur, Snorri og Erling stutt ávörp og ræða efni bóka sinna, og svo gefst gestum tækifæri á að ræða við þá og njóta léttra veitinga.

Nokkur eintök af bókunum verða til sölu á tilboðsverði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Góðan daginn!

Er einhver ráðgáta í kringum lífið í Surtsey?

Vindar, haf og fuglar bera væntanlega með sér þangað plöntufræ og skordýr.

Hver er ráðgátan/spurningin?

Jón Þórhallsson, 19.11.2014 kl. 08:55

2 identicon

Titill pistilsins er orðaglens sem byggir á titlum bókanna sem fjallað er um.

Jóhannes (IP-tala skráð) 19.11.2014 kl. 21:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband