27.11.2014 | 13:37
Auka á nemanda: 22 þús. í HÍ, 80 þús. í HR
Undarlega atriðið varðandi fjármögnun HÍ í fjárlögum 2015 var aftenging á greiðslu og fjölda nemenda.
Undangengin ár hafa háskólar fengið greitt fyrir nemendur sem taka próf, en Menntamálaráðuneytið ákvað einhliða að aftengja þessa reglu við vinnslu fjárlaga 2015 (amk fyrir HÍ). Sú ákvörðun var ekki rökstudd.
Fyrsta útgáfa fjárlaga gerði sem sagt ráð fyrir að HÍ myndi kenna 500 nemendum frítt (ekki fá neinar greiðslur fyrir).Sem betur fer er þetta leiðrétt, amk að hluta í annarri útgáfu fjárlaga. HÍ fær þá um 300 milljónir umfram fyrstu útgáfu fjárlaga.
Mér var bent á það á kaffistofunni að HR fái um 250 milljónir einnig, þrátt fyrir að vera með um 1/4 af nemendafjölda HÍ.
Sannarlega eru allar háskólastofnanir á Íslandi undirfjármagnaðar. En það er forvitnilegt að hægri stjórnin skuli verja meira fé í hálfeinkavædda Háskóla en ríkisrekna háskóla.
Ætli þetta sé mynstrið í fjármálafrumvarpinu öllu?
Tölur:
Fjöldi nemenda við HR 2012 3200, við HÍ 2012 14.422.
Háskóli Íslands fær tæpar 300 milljónir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.