Leita í fréttum mbl.is

Fólkið mitt og fleiri dýr, eins og Gerry Durrell

Sem barn flutti Gerald Durrel með móður sinni og systkynum til grísku eyjunar Korfú. Þar kynntist hann ekki bara menningu miðjarðarhafslandanna, heldur einnig náttúru þeirra. Gerald hafði sérstakan áhuga á dýrum og náttúru eyjarinnar. Þegar hann komst til manns ritaði hann þrjár bækur um lífið á Korfú, og hét sú fyrsta Fólkið mitt og fleiri dýr.

My-Family-and-Other-AnimalsFjölskyldan var um margt kostuleg, elsti bróðirinn var skáld og fúllyndur í þokkabót. Systirin ansi skrautleg og hinn bróðirinn byssuóður. Móðirin var ekkja og átti greinilega fullt í fangi með börn sín og lífsbaráttuna á millistríðsárunum, en spjaraði sig vel með aðstoð hjartahlýrra grikkja. Gerry litli var fljótur að taka eftir forvitnilegum smádýrum á eyjunni, köngulóm og eðlum, skjaldbökum og eldflugum. Stór hluti bókarinnar fjallar um náttúrurannsóknir hans og ævintýri sem af þeim hlutust. Lýst er því þegar hann gerir tilraunir með ákveðna köngulóategund, flytur þær af gulu blómi á hvítt. Og það merkilega var að köngulærnar gátu breytt um lit, eftir því hvernig lituðu blómi þær bjuggu á.

Bókin er sambland af leiftrandi innsæi og ástríðu gagnavart lifandi verum, og stórkostlegri frásögn af samskiptum fjölskyldumeðlima. Það gefur að skilja ef mikið er borið af smádýrum og stærri skepnum inn í hús, kann ýmislegt úr lagi að fara.

Sigríður Thorlacius þýddi bókina. Hún sagði í viðtali við vísi 10. júní 1974. "Þetta er skemmtileg bók, en dálitið erfitt að þýða hana. Ég sat með fuglabókina öðrum megin, orðabókina hinum meginn og simann fyrir framan mig, þegar ég var að þýða". Ég las bókina aftur nú í haust og fannst mikið til koma. Ég minnist þess að hafa séð þættina í sjónvarpinu sem krakki, og skemmt mér konunglega. Þeir eru ekki hraðir og æsilegir eins og sjónvarp nútildags, en ef til vill snjallari fyrir vikið.

Gerald Durrell varð náttúrufræðingur, fór í leiðangra til heitu landanna og stofnaði dýragarð á eyjunni Jersey í Ermasundi. Hann lagði áherslu á að hlutverk dýragarða væri fyrst og fremst að varðveita dýr sem væru í útrýmingarhættu.

Ítarefni:

Viðtal við Sigríði Thorlacius Vísir 10. júní 1974

My Family & Other Animals

BBC http://www.bbc.co.uk/programmes/b01ns0gt

Alison Flood 2011 My Family and Other Animals by Gerald Durrell


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband