Leita í fréttum mbl.is

Klónar í Háskóla Íslands

Fjöldaframleiddir hermenn, allir eins, allir fullvopnaðir, allir jafn hættulegir, allir blaðlýs.

Margar lífverur fjölga sér með klónvexti, þar á meðal blaðlýs. Það er ástæðan fyrir því að á einni plöntu getur á nokkrum vikum orðið sprenging í fjölda lúsa. Nóg er að ein frjóvguð kvennlús lendi á plöntunni, hún getur dælt út ungviði - sem síðan aftur framleiðir fleiri blaðlýs, uns plöntuskömmin er mergsogin (eða ætti maður að segja plöntu-safa-sogin). Blaðlýs geta síðan skipt yfir í kynæxlun við aðrar aðstæður, svona eins og önnur dýr.

3bcgw8-8x-upBakteríur hins vegar fjölga sér alltaf með klónvexti, kynlausri æxlun þar sem ein fruma skiptir sér í tvær dótturfrumur. Bakteríur er ekki að vesenast með kynæxlun eins og plönturnar, sveppirnir og dýrin.

Á morgun, laugardaginn 5. mars verður Háskóladagurinn. Þá gefst landsmönnum og sérstaklega framhaldskólanemum að heimsækja Háskóla landsins. Kennarar og nemendur í líffræði, sameindalíffræði og lífefnafræði munu kynna nám í þessum greinum í Öskju, náttúrufræðahúsi HÍ. Það er opið frá 12 til 16, allir velkomnir.

Háskóladagur: Klónar, DNA, dýr og frumur í Öskju 5. mars

Myndin hér að ofan er af erfðabreyttum bakteríum, sem framleiða tvær eða eina gerða af litarefni. Bakteríur voru settar í miðju gulu skífunnar og þær uxu síðan til að mynda allan hringinn. Bakteríur sem framleiða bæði litarefnin eru gular (rautt + grænt = gult), en síðan fóru ákveðnar bakteríur að missa annað litarefnið. Á sama tíma héldur þær áfram að skipta sér og þá urðu til klónar fruma sem eru bara grænar eða bara rauðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband