Leita í fréttum mbl.is

Fiskstofnar Veiðivatna á Landmannaafrétti

Magnús Jóhannsson sérfræðingur við Veiðimálastofnun mun flytja föstudagserindi líffræðistofu þessa vikuna (11. mars kl. 12:30 í stofu 131 í Öskju, náttúrufræðihúsi HÍ).

Erindið nefnist Fiskstofnar Veiðivatna á Landmannaafrétti

Magnús Jóhannsson og Benóný Jónsson eru höfundar rannsóknarinnar.

2014ag14magnusj.jpgVeiðivötn eru vatnaklasi norðan Tungnaár á Landmannaafrétti. Vötnin eru á vatnsríku, eldvirku og frjósömu lindarsvæði. Tvær fisktegundir, urriði (Salmo trutta) og hornsíli (Gasterosteus aculeatus), eru í vötnunum frá náttúrunnar hendi. Bleikja (Salvelinus alpinus), komst þangað af sjálfsdáðum upp úr 1970 eftir sleppingar í nálæg vötn. Vötnin hafa lengi verið nytjuð með blandaðri stanga- og netaveiði. Árið 1985 hóf Veiðimálastofnun árlegar vöktunarrannsóknir á fiskstofnum vatnanna. Markmið rannsóknanna er að vakta fiskstofna svæðisins, með árlegu mati á ástandi urriðastofna og landnámi bleikju. Fiskar í Veiðivötnum búa við harðbýl náttúrufarsleg skilyrði, vetur eru kaldir og sumur stutt. Óvíða eru góð hrygningarbúsvæði fyrir urriða þar sem er möl og vatnsrennsli. Urriðar í Veiðivötnum eru síðkynþroska, verða flestir kynþroska við 7 til 9 ára aldur, þá um 45 cm langir og um 1,3–1,5 kg að þyngd. Vaxtarhraði og kynþroskastærð er að hluta erfðabundnir eiginleikar, en góður vöxtur urriðanna er líklega vegna ríkulegs fæðuframboðs. Fæða urriðanna í Veiðivötnum er aðallega smádýr sem tekin eru af botni.  Vatnabobbi (Lymnaea peregra) er lang algengasta fæðan en skötuormur (Lepidurus arcticus) er einnig mikilvæg fæða sem og hornsíli og lirfur rykmýs og vorflugna. Bleikju fer fjölgandi í mörgum þeim vötnum sem hún hefur borist í. Í þessum vötnum hefur urriðastofninn hopað.  Miklar sveiflur koma fram í afla urriða en veiði á flatareiningu er svipuð og í frjósömum láglendisvötnum hérlendis. 

Myndina tók Magnús 14. ágúst 2014, sést yfir Litla- og Stóra-Fossvatn.

Dagskrá föstudagsfyrirlestra líffræðistofu HÍ vorið 2016.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband