3.1.2017 | 12:10
Vísindi á villigötum, grafgötum eða gullnu brautinni?
Vísindamaður með úfið hár og tryllingsleg augu hleypur um og öskrar Eureka. Í kvikmyndunum er vísindamaðurinn oft hrokafullur snillingur, sem hugsar bara um sína eigin uppgötvun (og að eyða stórborgum) og er nokkuð sama um afleiðingarnar. En í raunveruleikanum eru vísindamenn öðruvísi. Þeir fara með krakkana sína í skólann, borða hamborgara og rækta gulrætur. Þeirra daglega vinna er nær starfi kennara, enda starfa margir vísindamenn í háskólum þar sem kennsla og rannsóknir eru mikilvægustu verkefnin.
En í sögunni eru mörg dæmi um vísindi og vísindamenn á villigötum. Það eru fá dæmi um að vísindamenn eyði stórborgum (undantekningar eru vitanlega vopnaverkfræðingar og þeir sem byggðu atómsprengjurnar). Í sögunni eru hins vegar mörg dæmi um vísindamenn sem heldu á lofti hugmyndum, sem síðar reyndust kolrangar. Rangar hugmyndir geta verið hættulegar, ef þær hafa neikvæð áhrif á gjörðir og hegðan einstaklinga, skipulag samfélaga og stefnur ríkisstjórna og þjóðhöfðingja.
Hvernig virka vísindin eiginlega og hvernig lenda þau á villigötum?
Útvarpsmennirnir og poppstjörnurnar Guðmundur Pálsson og Vilhelm Anton Jónsson tókust á við þessar spurningar í útvarpsþætti á rás 2 þann 1. janúar síðastliðinn. Þeir ræddu við nokkra sérfræðinga og fjölluðu um athyglisverð dæmi um vísindi á villigötum.
Vegur vísindanna er rannsakanlegur
Yðar æruverðugur var spurður útúr og innúr um aðferð vísinda. Svörin eru vitanlega ekki tæmandi og töluvert vantar upp á almennilega heildarmynd af hinni vísindalegu aðferð (er þarf við mín svör að sakast ekki poppstjörnurnar).
Vegur vísindanna er rannsakanlegur, en samt ófyrirsjáanlegur. Hann er hvorki villigata, né gullin braut. Vegur vísindanna er meira eins og lifandi net æða, þar sem stoðbrautir eru komnar á hreint en á sama tíma er sífellt verið að mynda nýja fálmara í fremstu víglínu. Flestir fálmaranir (sem eru þá eins og tilgátur vísindanna) visna, en einhverjir treystast í sessi. Ómögulegt er að vita fyrirfram hvaða fálmarar reynast lífvænlegir, þekkingarleitin ófyrirsjáanleg þótt fyrirbærin séu rannsakanleg.
Einhvern tímann hef ég vonandi lausa stund til skrifa 54 bls. ritgerð um þetta fyrir Skírni eða Náttúrufræðinginn...
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 14:40 | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Athugasemdir
Vísindi koma við sögu í öllum fræðigreinum með beinum eða óbeinunm hætti; það þarf að tala um hvert viðfangsefni fyrir sig þegar að rætt er um vísindi. Hvað hjálpar og hvað ekki.
Hugsanlega eru vísindin komin fram úr sér tengt framleiðslu á geðlyfjum. = Menn gleyma að hugsa hvað sé orsök og hvað sé afleiðing.
Það er hægt að rekja marga andlega kvilla til þess að ekki er lifað rétt eða að UMHVERFISÞÆTTIR eru óhagstæðir og valda þjáningu.
LAUSNIN gæti t.d. verið nútíma-jóga frekar en meiri lyf og sjúkrahúsbákn:
http://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/category/3219/
-----------------------------------------------------------
Vísindi geta verið góð tengt skipulagningu á ýmsum málum tengt tölvuvinnu / halda utan um bókhald og slíkt en geta valdið skaða tengt stríðsleikjum í tölvum.
Jón Þórhallsson, 3.1.2017 kl. 12:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.