7.3.2017 | 16:26
Í hringiðu genagalla - var útdauði loðfílanna óumflýjanlegur?
Loðfílar (Mammuthus primigenius) eru eitt frægasta dæmið um útdauða tegundar. Vísindamenn hafa náð heillegu erfðaefni úr loðfílshræjum sem varðveist hafa í sífreranum. Með nútímatækni er hægt að raðgreina erfðaefnið, og skoða erfðafræði og sögu tegundarinnar. Niðurstöðurnar benda til að loðfílar á Wrangel eyju hafi verið erfðafræðilega úrkynjaðir, og að e.t.v. hafi útdauði verið þeirra einu mögulegu örlög.
Love Dalen við náttúruminjasafnið í Stokkhólmi og samstarfsmenn birtu í Current Biology 2015 grein um raðgreiningu á tveimur loðfílum. Annar er frá Síberíu og er um 45,000 ára gamall þegar stofninn var stór og útbreiðslan mikil. Hinn loðfíllinn var úr smáum og einangruðum stofni á Wrangel eyju, og er um 4300 ára.
Wrangel eyja er norðan Síberíu, og er um 7,600 km2. Stofninn var um 500-1000 dýr, og tórði á eyjunni í um 6000 ár. Talið er að síðustu loðfílarnir hafi dáið þar fyrir um 2000-2500 árum.
Ein merkilegasta niðurstaða greinar Dalen og félaga er sú að loðfíllinn á Wrangel eyju var með minni arfblendni en loðfíllin af meginlandinu. Arfblendni er málikvarði á það hlutfall gena í erfðamengi einstaklinga (eða hóps) sem eru á arfblendnu eða arfhreinu formi.
Kveikjan að pistlinum var upphringing frá Leifi Haukssyni í Samfélaginu. Hann ræddi við okkur 7. mars um uppsöfnun genagalla í loðfílum og örlög tegundanna. Því miður gaf ég mér ekki tíma til að tvinna allar hugmyndirnar úr samtalinu inn í pistilinn, en lengri útgáfa er í vinnslu fyrir virðulegri vettvang.
Heimildir og athugasemdir.
Palkopoulou E, Mallick S, Skoglund P, Enk J, Rohland N, Li H, Omrak A, Vartanyan S, Poinar H, Götherström A, Reich D, Dalén L. Complete genomes reveal signatures of demographic and genetic declines in the woolly mammoth. Current Biology. 2015 25(10):1395-400. doi: 10.1016/j.cub.2015.04.007.
Rogers RL, Slatkin M. Excess of genomic defects in a woolly mammoth on Wrangel island. PLoS Genetics. 2017 13(3):e1006601. doi: 10.1371/journal.pgen.1006601.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.