Leita í fréttum mbl.is

Drápseðli í DNA?

Er drápseðli í DNA

Eða er það lært eða kennt?

Fólk hefur löngum velt fyrir sér hvort atferli sé arfgengt. Rándýr þrífast ekki nema með því að drepa önnur dýr, þótt vissulega leggist mörg rándýr einnig á hræ af "sjálfdauðu". Atferli er hluti af svipgerð einstaklinga og hlýtur að samþættast formi þeirra og starfsemi. Rannsóknir á atferli eru harla erfiðar því svipgerðirnar eru oft erfiðar í skilgreiningu. Ef einhver hefur áhuga á hjartasjúkdómum, getur viðkomandi t.d. mælt stærð hjartans, blóðþrýsting og styrk kólesteróls. Ef sá sami hefði áhuga á atferli er ekki alveg jafn augljóst hvað skal mæla, í tilfelli örnsins gæti maður talið fjölda músa sem eru étnar, hversu lengi örnin svífur, hversu margar atlögur og svo fram eftir götunum. En það er reglulega erfitt að skilgreina atferli og hegðun lífvera.

2014-05-15_12_40_24.jpg

En er hegðun arfbundin?

Það eru fjölmargar vísbendingar um að stökkbreytingar í genum geti haft áhrif á atferli! Tilraunadýr með vissar stökkbreytingar, forðast ákveðna lykt, bregðast misjafnlega við taugaboðefnum, reyna mislengi við einstaklinga af gagnstæðu kyni og svo framvegis. Það er líklegt að hluti af þeim mismun í atferli og  manngerðum sem við þekkjum úr daglegu lífi sé tilkominn vegna erfða. Mikilvægt er að við áttum okkur á því að slíkur breytileiki er náttúrulegur. Ómögulegt að staðhæfa að ein gerð atferlis sé annari betri, einfarinn er ekkert endilega betri en samkvæmisljónið, allavega í þróunarlegum skilningi.

Þegar bornar eru saman tegundir er ljóst að sumar þeirra hafa sterkara drápseðli. Ef við leyfum okkur vísindalega alhæfingu, þá eru ákveðnar vísbendingar um að rándýr hafi drápseðli.

Myndin hér að ofan sýnir svakalegt rándýr, bænabeðuna. Þær eru launmorðingjar. Standa kyrrar og bíða eftir bráð, og stökkva síðan á þær.

Ian Dworkin vinur vor og samstarfsmaður hefur rannsakað afrán bænabeðunar, og viðbrögð ávaxtaflugna við afráninu. Ian og félagar hafa sýnt að flugurnar sýna ákveðin varnarviðbrögð þegar þau átta sig á því að afræningi er í grendinni. Þau gerðu líka tilraun, þar sem stórum stofni flugna var leyft að þróast í búri með bænabeðum. Afleiðingarnar voru þróunarfræðilegar breytingar á atferli flugnanna og útliti. Vængirnir breyttust og hátthernið líka. Það að lifa í stöðugum ótta við það að vera étin hefur ekki bara áhrif á einstaklinga, heldur einnig afkomendur þeirra.

Það er kannski flókið að heimfæra þá hugmynd upp á veröld mannsins. Erum við í varanlegum ótta, við ljón eða framandi ættbálka? Og hvaða afleiðingar hefur það fyrir atferli okkar og samskipti?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það eru til örverusamfélög undir tappanum á eldhúsvaskinum þínum sem stunda samvinnufélagsskap. 

Hver og ein örveranna er samsett með fyrirmælum dna.

go figure

Johann Bogason (IP-tala skráð) 19.5.2017 kl. 00:27

2 Smámynd: ÖGRI

Maðurinn [ homo ] er að einhverju leyti rándýr . Það má sjá á augntönnum ; og drepur til að mynda aðrar lífverur sér til matar .

ÖGRI, 19.5.2017 kl. 06:30

3 Smámynd: Arnar Pálsson

Sæll Jóhann

Bakteríurnar eru vitanlega með drápseðli líka, sumar amk.

Hægt hefði verið að skrifa pistilinn, er "samvinnueðli í DNA", en það rímar ekki - og skortir líka dúndurþáttinn.

Sæll OGRI

Við erum að einhverju leyti rándýr, en samt töluvert meira en það. Við erum líka safnarar, bændur, hirðingjar, höndlarar, hópsálir og fjölskyldufólk. Og sumt af því verður fyrir áhrifum af erfðasamsetningu okkar.

Arnar Pálsson, 19.5.2017 kl. 09:50

4 identicon

Sæll Arnar. Þróunarlíffræðingurinn N.Wade heldur því fram að við séum, gegnum langa þróun sem ættflokkaverur, forrituð til að vera hjálpsöm við þau sem við skynjum sem "okkar fólk" en tilbúin að vera grimm við þau sem við skynjum sem "óvini". Svo er hægt að búa til "gerviættflokka", hópa þar sem sameiginleg trú/lífskoðun skiptir meira máli en blóðskyldleiki. Þannig var það með frumkristna söfnuðinn, þau gerðu sitt besta til að fylgja kærleiksboðum Jesú, en bara innan hópsins.

Ingibjörg Ingadóttir (IP-tala skráð) 19.5.2017 kl. 11:18

5 Smámynd: Arnar Pálsson

Sæl Ingibjörg

Það er dálítið flókið að greina nákvæmlega eðli mannsins eða innbyggða eiginleika, og hvaða eiginleika við höfum sem aðrar lífverur eða apar hafa ekki.

Við erum klárlega hópsálir, en eins og þú gefur í skyn þá skilgreinum við hópinn mis stórann. Sumir skilgreina bara sig sem hópinn (sbr. hárbrúsk forseta) á meðan aðrir finna til samkenndar með mannkyni öllu. Við hin erum einhvers staðar á milli, og getum því réttlætt fyrir okkur að vera góð við börnin okkar og vini, en vond (kaldari, skeytingarlausari) gagnavart HINUM.

Nicholas Wade er reyndar blaðamaður, og fékk ekki góða dóma fyrir skrif sín um þróun mannsins.

Nafnlaus börn kortleggja sögu Ameríku

Arnar Pálsson, 19.5.2017 kl. 16:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband