Leita í fréttum mbl.is

Gín yfir náttúrunni varmasmiður

Veiðarnar gengu svo hratt fyrir sig að hvorki veiðimenn né bráð föttuðu hvað á gekk.

varmasmidur2017ap.jpg

Steini var lyft, tíu járnsmiðir skutust í sitthvora áttina, en varmasmiðurinn stóð sem steinrunninn. Hann vaggaði svo af stað, upp í lófa og ofan í krukku.

Hann var hinn kátasti (að mér virtist) með ný híbýli þó reyndar hafi vantað sniglana. Varmasmiðurinn er nýlega kominn til landsins, eins og Erling Ólafsson skordýrafræðingur á Náttúrufræðistofnun hefur skrásett. Samkvæmt Erling:

Varmasmiður (Carabus nemoralis) er skordýr sem finnst við fjölbreytileg skilyrði á heimaslóðum sínum í Evrópu og er þar algengastur stóru smiðanna. Hann heldur sig í allskyns þurrlendi með frjósömum jarðvegi, í opnum skógarbotnum, skrúðgörðum og húsagörðum, bæði í byggð og villtri náttúru. Ræktarlönd og garðyrkja henta honum vel.

 Varmasmiður æxlast á vorin eftir vetrardvala, lirfurnar vaxa upp fram eftir sumri og ný kynslóð bjallna lítur dagsins ljós á haustin. Þá verður þeirra mest vart en algengt er að skyldar tegundir séu mest á ferli á haustin þegar þær leita sér að hentugum stöðum til vetrardvala. Varmasmiður athafnar sig að nóttu til, bæði lirfur og bjöllur, og veiðir önnur smádýr sér til matar, til dæmis snigla, maðka og skordýr...

október 1999 fannst varmasmiður á hlaupum á gangstétt í Hveragerði og á næstu árum fannst tegundin í auknum mæli þar í bæ og hafði greinilega komið sér þar vel fyrir. Líklegt má telja að hann hafi borist til Hveragerðis með innfluttum garðyrkjuvörum og þar hafa að sjálfsögðu mætt honum afar hentug skilyrði, enda um einstakt kjörlendi að ræða.

Eftir bréfaskriftir við Erling varð úr að þessum varmasmið var sleppt aftur, í beðið með sniglunum. Vonandi þraukar hann sumarið af og getur af sér margar sniglaætur næsta vor.

Erling Ólafsson. „Hvað er varmasmiður og finnst hann á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 12. maí 2010. http://visindavefur.is/svar.php?id=56294.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband