20.3.2018 | 17:41
Við lækinn klekst ofurlítil lirfa
Hox genagengið er nauðsynlegt til að skilgreina eiginleika dýra. Stökkbreytingar í þeim geta raskað þroskun líffæra, t.d. nýrna og hjara, en einnig hryggjasúlunnar.
Hox genin finnst líka í flugum, þar sem Ubx genið stýrir m.a. myndun jafnvægiskólfa.
Stökkbreyting sem veldur ofvirkni í Antennapedia geninu veldur því að þreifarar flugunnar breytast í fótavísa. Eðlileg fluga vinstramegin, fluga með galla í Antennapedia hægra megin. Mynd af vef Swarthmore College.
Síðdegis kölluðust genin á við dægurflugu einstaka úr safni Sigfúsar Halldórssonar, og fæddist þá textabrot þetta.
Við lækinn klekst ofurlítil lirfa
Með kynburstabrúsk á fótunum
Hoxgena tjáning í fótavísinum
Myndi breyta þeim í öllum tegundunum
Ef þú værir orðin lítil fluga
Með antennapedia galla í genunum
Þó þú ei til annars mætti duga
Þú eflaust gætir kitlað nefið þitt (með fótinum sem stendur út úr andlitinu á þér)
ítarefni:
Arnar Pálsson Keisaragen í litfrumum
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.