Leita í fréttum mbl.is

Mannöld og loftslagsbreytingar

Maðurinn hefur áhrif á náttúruna, m.a. loftslag og lífríki.

Sampil þátta í náttúrunni eru oft háð magni eða samhengi. Til dæmis skiptir ekki máli hvort við fáum staka, tvær eða þrjár kvefveirur í nefið. En ef við fáum 1000 veirur, þá eru verulegar líkur á flensu. Einnig gætu líkur á sýkingu aukist, ef við fáum veirur þegar við erum vannærð (dæmi um samhengi).

Einnig eru einnig þekkt svokölluð snjóboltaáhrif. Ef eitthvað ferli fer af stað, þá er lítið til að stoppa það. T.d. snjóskriður eða skógareldar.

Nýleg rannsókn á áhrif mannsins á koltvílidi og hlýnun jarðar sýnir að snjóboltaáhrif eru mjög sennileg. Það sem alvarlegra er að við nálgumst þann punkt að boltarnir fara að rúlla, aukinn hiti leiðir til breytinga á jöklum, íshellum og vistkerfum, sem leiðir til enn meiri hlýnunar. Eftir það hafa mótvægisaðgerðir okkar engin áhrif. Olíufurstarnir, neysluherrarnir og postular þeirra hafa efnahagslegan vilja bara græða pening, en skeyta engu um langtíma afleiðingar þess.

Kjartan Hreinn fjallar um þessa nýju rannsókn í leiðara Fréttablaðsins (Mannöld). Hann segir m.a.

Will Steffen og 15 meðhöfundar hans að yfirlitsgreininni „Trajectories of the Earth System in the Anthropocene“, sem birtist í vísindariti bandarísku vísindaakademíunnar (PNAS) á dögunum, draga upp sláandi mynd af þeim breytingum sem mögulega munu eiga sér stað á mannöld. Fáar vísindagreinar hafa vakið jafn mikla athygli og grein Steffens og co. á undanfoörnum árum. Ein möguleg ástæða fyrir þvií eru þær skelfilegu sviðsmyndir sem virðast bíða okkar að óbreyttu. Slík dramatík virðist vera það sem þarf til að koma loftslagsmálum að í almennri umræðu.

Það er okkar að koma í veg fyrir frekari loftslagsbreytingum.

M.a. með því að draga úr neyslu, akstri, flugferðalögum og fleiru.

Hjálpumst öll að.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband