Leita í fréttum mbl.is

Að spegla sig í lauknum

Vísindamaðurinn hafði undirbúið sig mjög vel fyrir fundinn með þingnefndinni. Samstarfsfólk hans hafði unnið linnulítið við undirbúning og rannsóknir tengdar efninu sem kynna átti. Þau höfðu saman fundið góð dæmi sem ættu að lýsa rannsóknunum, og höfðu sett saman lista af kostum og göllum, mögulegum ávinningi og notagildi fyrir þjóð, land og mannkyn. Öll atriði og hver staðhæfing hafði verið vegin, metin og gagnrýnd. En þegar á hólmin var komið, virtist þingnefndin hvorki skilja né heyra.  

Vönduð rannsóknarblaðamennska lauksins, flettir ofan af því hvað gerðist.  Rétt er að geta þess að laukurinn, the onion, flytur einungis upplognar fréttir, lesendum til skemmtunar. Oftar en ekki hafa pistlarnir á sér brag eðlilegra frétta, en setja síðan á þær ýktar áherslur eða krydda með mótsögnum.

Í tilfelli pistilsins hér að ofan, þá fjallar grein lauksins um viðbrögð þingnefndar við tillögum vísindamanna um að byggja $50.000.000.000 "hlut"  til vísindarannsókna, sem eigi að finna út eitthvað merkilegt um veröldina sem við vitum ekki núna. Pistillinn er listavel sniðinn, sérstaklega þar sem háðið rennur til beggja átta. Vera má að vísindamennirnir séu að mæta í þingið með sín fræðiorð og hugtakafjöld, með það eitt að markmiði að plata þingmennina til að gefa sér pening. Einnig getur verið að þingmennirnir séu svo þunnir að þeir heyri bara suð, sem er rofið af nokkrum stikkorðum eins og "tilgáta", "framfarir", "peningar", "styrkur", "þjóðarheill".

Nokkurn sannleika má finna í hvoru tveggja. Vissulega eru sumir vísindamenn eru tilbúnir til að lofa upp í ermar sínar og vísindasamfélagsins, t.d. lækningum við sjúkdómum á borð við krabbamein eða alzheimer. Þetta er gert fullum fetum í styrkumsóknum, og einnig eru vísindagreinar oft með dálítið langsótt "loforð" um notagildi uppgötvana fyrir læknisfræði. Einnig er ljóst að meðal stjórnmálamanna eru fólk hafa ósköp lítinn skilning á hinni vísindalegu aðferð eða notagildi vísindalegrar þekkingar. Slíkt fólk vill bara fá fallegar tölur í erindi sín sem það flytur til þess að vera kosið aftur.

Það er því bæði vísinda og stjórnmálafólki hollt að spegla sig í lauknum, allavega annað slagið.

Arnar 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband