Leita í fréttum mbl.is

Giardia er frumdýr ekki baktería

Fréttamenn sem birta efni sitt á vefmiðlum virðast oft flýta sér fullmikið. T.d. er þessi frétt um sníkjudýrin í vatnsbóli Oslóbúa þýdd hratt og hroðvirknislega. Að auki er Giardia titluð sem baktería í myndatexta, en hún er, eins og alþjóð veit, frumdýr (og eitt af þeim forvitnilegri). Íslensk blöð segjast ekki hafa efni á að ráða menntað fólk til að fjalla um vísindi, en ekki heldur að ráða fólk til að lesa yfir fréttir og sannreyna staðhæfingar.
mbl.is Drykkjarvatnið í Ósló óhæft til neyslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki gleyma að það fara fáir eftir reglum um ritun latínskra heita. Þeir ættu að sjálfsögðu að skáletra nafnið á dýrinu.

sg (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 13:11

2 identicon

Því miður þá kemur miskilningurinn úr upprunalegu fréttinni á Aftenposten.no og hefur blaðamaðurinn þýtt greinina án þess að gæta nægjanlega að sér.

TS i Ósló (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 13:17

3 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Mér hefur fundist þetta loða við moggann undanfarin ár. Fréttir af t.d. líffræði, stjörnu- og eðlisfræði eru stundum þannig að það er ekki fyrr en maður gúgglar kvikindið að maður fer að átta sig almennilega á hvað er í gangi... 

Svo væri nú í tilvikum eins og þessum alveg skaðlaust að henda eins og einum eða tveimur tenglum neðan við fréttina handa þeim forvitnu, t.d. á frumheimildina og Wikipediu, sem kemur jú fyrst upp þegar maður gúgglar latneska nafnið.

Tuðtuðtuð

Mikið er þetta nú annars frábært miðvikudagskvöld

Haraldur Rafn Ingvason, 17.10.2007 kl. 22:20

4 identicon

Held að villan liggi ekki hjá þýðandanum. Heldur hjá Kjetil Berg eða Aftenposten:  ,,Dette er de samme bakteriene som forårsaket drikkevannsepidemien i Bergen, sier distriktsjef Kjetil Berg i Mattilsynet til Aftenposten.no."

http://www.aftenposten.no/nyheter/oslo/article2052121.ece

Ég veit ekki hvernig ég mundi þýða ,,bakteriene" öðruvísi en gert er í moggagreininni. Það er vitnað beint í manninn og ef hann segir að Giardia sé baktería sé baktería á ekki að breyta því þó það sé vitlaust. Kemur líka fram í myndatexta að Giardia sé frumdýr. Annars kann ég ekkert í norsku

Jóhannes (IP-tala skráð) 28.10.2007 kl. 23:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband