21.11.2007 | 17:00
Risa sporðdreki úr forneskju
Vísindamenn við háskólann í Bristol fundu nýlega steingerðar leifar sporðdreka sem var uppi fyrir um 390 milljónum ára. Þetta væri ekki frásögur færandi, þar sem skordýr og ættingjar þeirra eru stærstu hópar lífvera á plánetunni, nema hvað kvikindið óvernju stórt.
Fundist hafa steingerfðar leifar af nokkrum stórum hryggleysingjum, t.d. fjölfætlum og sporðdrekum, en enginn sem slagar í Jaekelopterus rhenaniae.
Það ber að taka fram að ekki fannst heilt sýni af tegund þessari, en stærðin (250 cm) er metin útfrá stærð klóarinnar (46 cm), sem er fjarri því að vera fullkomin aðferð. Stærð og lögun líffæra, og sérstaklega munnparta og útlima, þróast oft hratt, þannig að vissan vara ber að hafa á þessu mati á stærð kvikindisins.
Leiddar eru líkur að því að J. rhenaniae hafi búið í sjó, og að e.t.v. hafi hærri styrkur á súrefni í lofti og láði gert tegundinni kleift að stækka svona umfram ættingja sína. Það er náttúrulega bara tilgáta sem erfitt er að prófa.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt 23.11.2007 kl. 11:03 | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Athugasemdir
Merkileg þessi risakvikindi á þessum tíma. Það er svona eins og vígbúnaðarkapphlaup hafi verið í gangi, þar sem helsta strategían var að verða stærri en andstæðingarnir.
Púkinn, 21.11.2007 kl. 17:25
Púki
Vígbúnaðarkapphlaup er einmitt ein af þeim tilgátum sem settar eru fram til að útskýra stærðina. Önnur tilgáta er að hryggdýrin, fyrstu fiskarnir t.d., hafi síðan orðið topp-rándýr í keðjunni, og leitt til útdauða þessara stóru hryggleysingja (Ímyndið ykkur bara steikurnar, humar sneiðar á stærð við vísundaöxl!)
Arnar Pálsson, 22.11.2007 kl. 11:08
namm...
Púkinn, 22.11.2007 kl. 15:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.