Leita í fréttum mbl.is

Fín vika fyrir íslensk vísindi

Í gær birtu Árni Einarsson og Arnþór Garðarsson ásamt tveimur meðhöfundum grein í Nature, um sveiflur í stofnstærð mýflugna við Mývatn (sjá færslu á undan). Í dag kom síðan út grein eftir Augustine Kong og félaga hjá Íslenskri erfðagreiningu í Science, um kortlagningu erfðaþáttar sem hefur áhrif á endurröðun litninga. Við fjölluðum um þá grein hér áður, þegar hún birtist á vef Science, en í dag kom hún út á prenti.

Ég veit ekki til þess að Íslenskir hópar hafi átt greinar í tveimur virtustu vísindaritum heims, Science og Nature, sömu vikuna. Það er viðeigandi að lyfta tilraunaglasi hlutaðeigandi til heiðurs. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þetta með lífríkið í Mývatni og dælinguna má ekki vera satt að mati margra sem bloggað hafa um þessar upplýsingar.

Og svo eru hinir sem vitna til þess að ferðamannafjöldi hafi ekki minnkað þrátt fyrir starfsemina. Niðurstaða:

1.Það er aldrei hættulegt lífríkinu að raska því með stórvirkum vélum.

2. Það er fremur líklegt að ferðamenn við Mývatn hafi hrifist af þessu samspili tækninnar og hinnar einstöku fegurðar þessarar náttúruperlu.

3. Fegurð Íslands er einskis virði ef hún skapar ekki störf fyrir vinnuvélar. 

Árni Gunnarsson, 7.3.2008 kl. 13:31

2 Smámynd: Arnar Pálsson

Sveiflur í lífríki Mývatns eru mjög athyglisverðar, og niðurstöður Árna og félaga benda til þess að slík lífríki geti hrunið af litlum (jafnt sem stórum) ástæðum. Eðli málsins samkvæmt er samt erfitt að meta hvað gerist í hverju einstöku tilfelli, hvers vegna silungsstofninn í Mývatni hrundi um 1980? Ef við hefðum 50 vötn eins og Mývötn, gætum við unnið kísilkúr úr helmingnum og borið síðan saman sveiflur í mýi, fiski og fugli. Niðurstöður úr slíkri rannsókn myndu kannski réttlæta sterkari álykanir, en ólíklegt er að þær styðji staðhæfingar 1 til 3.

Arnar Pálsson, 11.3.2008 kl. 16:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband