Leita í fréttum mbl.is

Afmæli örverufræðifélagsins - dagskrá

Lokadagskrá hefur verið birt fyrir afmælisfund örverufræðifélagsins. Nokkur yfirlitserindi spanna sviðið, frá rannsóknum á örverum í matvælum til spurninga um stöðu og mikilvægi örvera í vistkerfum (sem tæpt hefur verið á hér - sjá fyrri færslu). Úr auglýsingu:

Örverufræðifélag Íslands fagnar nú 20 ára afmæli sínu og af því tilefni verður hið árlega vorþing með öllu stærra sniði þetta árið. Á morgun, þriðjudaginn 27. maí 2008 kl 13:00-16:30 verður haldin ráðstefna á Háskólatorgi í sal HT101 undir yfirskriftinni "Örverufræðirannsóknir á Íslandi". Haldin verða yfirlitserindi yfir örverufræðirannsóknir á Íslandi síðustu áratugina þar sem farið verður vítt og breytt yfir svið örverufræðinnar.

Dagskrá:
13:00-13:05 Setning - Viggó Marteinsson formaður ÖRFÍ
13:05-13:50 Umhverfisfræði – Jakob Kristinsson
13:50-14:35 Matvælaörverufræði - Hélène L. Lauzon, Franklín Georgsson og
Hannes Magnússon
14.35-15:00 Kaffi - veggspjaldasýning
15:00-15:45 Mannaörverufræði – Karl G. Kristinsson
15:45-16:30 Dýraörverufræði – Eggert Gunnarsson
16:30- Móttaka á Háskólatorgi

Fyrir utan ráðstefnusalinn verður svo veggspjaldasýning sem fundargestir geta skoðað í kaffihléi og í móttöku eftir ráðstefnuna.
Þeir sem ætla að sýna veggspjöld eru minntir á að mæta tímanlega til að hengja þau upp.  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband