Leita í fréttum mbl.is

Hver um aðra þvera

Árni Einarsson hélt erindi um vistkerfi Mývatns fyrr í vor (í námskeiði í líffræðiskor) og lýsti því sem gerist þegar mýflugustofninn er í hámarki. Þá liggja lirfur hver um aðra þvera á botninum og eftir klak hneppast þær í stóra strokka, sem getur gert torveldað öndun, bænahald og aðra mannlega leiki. (Mynd af vefsíðu Rannsóknarstöðvarinnar við Mývatn, tekin af Árna Einarssyni)

swarms

Rannsóknirnar eru framhald verkefnis sem Árni og Arnþór Garðarson birtu með Antony Ives í Nature fyrr á árinu (sjá einnig fyrri færslu).  Antony Ives er prófessor við Wisconsin háskóla í Madison, og einbeitir sér að fræðilegri vistfræði, hermílíkönum og tölulegum greiningum. Íslendingar þurfa að eignast sterka vísindamenn á þessu sviði, vegna Mývatns og sérstaklega rannsókna á vistkerfum sjávar. Rannsóknir Ives spanna samspil bráðar og afræningja allt upp í stöðugleika vistkerfa, sjá vefsíðu (mér fannst líka gaman að sjá að Karen Abbott er nýdoktor á tilraunastofunni, hún hélt utan um dýrafræðifótboltann í Chicago þegar ég var þar, kjarnorkukvendi sem óttast hvorki jöfnur né takka).

Annars er von á Anthony Ives til landsins í haust. Til stendur að halda ráðstefnu til heiðurs Arnþóri Garðarsyni sem hefur leitt rannsóknirnar við Mývatn um áratugaskeið. Vonandi er ég ekki að leka leyndarmáli, en lofa samt að bera frekari tíðindi af ráðstefnunni þegar þau berast með bréfdúfunni frá útsendara mínum.


mbl.is Mýfluguský við Mývatn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband