Leita í fréttum mbl.is

Halló frændi

Á hverju ári finnast leifar áður óþekktra risaeðla, og eru flestar þeirra náskyldar þekktum eintökum. Stundum finnast fjarskyldari tegundir, eða jafnvel það sem er stundum kallað týndir hlekkir. Hugtakið týndir hlekkir er samt misvísandi því það gefur í skyn að ef hlekkurinn finnist ekki sé keðjan rofin. Þótt okkur vanti nokkrar tegundir eða milli stig inn í þróunartréð kollvarpar það ekki hugmynd Darwins um að allar lífverur á jörðinni séu af einum meiði. Ekki frekar en að vanþekking okkar á því sem gerðist í 14-2 leiknum kollvarpar þeirri staðreynd að Danir rasskelltu okkur.

Náttúrulegt val virkar á styttri tímaskala og lengri, og getur þannig leitt til stórfelldra breytinga á lífverum. Eins virkar þyngdaraflið virkar alla tíð, ekki bara í 100 ár. 

Við getum þakkað pólskum starfsbræðrum okkar fyrir að finna fjarskyldan frænda okkar, og skipa honum á viðeigandi stað í tré lífsins. Ég skora á ykkur að guða á vefgluggann og kynnast undrinu, Tree of life. Við þurfum ekki að skírskota til yfirnáttúrulegra fyrirbæra til að útskýra tilurð þess. 


mbl.is Forfaðir grameðlunnar fundinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Jamm...ekki fussa trúfólkið yfir germ theory, þegar það er látið taka lyf gegn sýkingum.  Það er vert að fara að kenna fólki s vona almennt hvað theory þýðir.  Það er raunar búið að sanna þróunarkenninguna í genafræðunum og mundu þær staðfestingar nægja án þess að stuðst væri við steingerfinga.  Svo mögnuð eru líkindin. Enn er þetta kenning af því að vísindin  eru alltaf opin fyrir nýjum leiðum og skýringum. Það er eðli þeirra.

Jón Steinar Ragnarsson, 9.8.2008 kl. 21:59

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það væri gaman að fá kall eins og þig til að skrattast smá í Mofa og trúarnöttunum. Ég hef ekki nægilega þekkingu en bendi þeim oftast á að kíkja á gæja eins og Extantdodo og Donexodus á youtube.

Ég veit allavega nægilega mikið til þess að vita að flestar greinar innan vísindanna byggja á kenningum, sem svo hafa svo og svo miklar sannanir innbyrðis. Þetta er eðli vísindanna að halda öllu opnu í stærra samhengi og loka engu. Trúarnöttarnir vilja hinsvegar bjóða endanlegt svar og loka á alla þekkingarleit og spurn.

Þó þetta séu ómenntaðir ignoramusar, þá eru þeir hættulegir afturhaldseggir, sem ná ekki bara til grunlausra og auðtrúa manna heldur líka til barna. Það er verðug mission að setja ofan í við þá. Ekki til að telja þeim hughvar, það er vonlaust, en til að aðrir lesi orðræðuna og sjái fáránkleikann.

Jón Steinar Ragnarsson, 9.8.2008 kl. 22:07

3 Smámynd: Arnar Pálsson

Jón Steinar, það er rétt að eðli vísinda virðist ekki vera á allra vitorði.  Aðalatriðið er að tilgátur verða að vera afsannanlegar til að geta kallast vísindalegar. Sköpunarsögur og skírskotun til guðlegs inngrips eru það ekki og gagnast okkur því ekki í að skilja efnisheiminn.

Það eru ýmsar hugmyndir um hvað það er sem drífur sköpunarsinna en sammerkt er að röksemdafærslur þeirra eru ekki sannfærandi. Að auki gerast margir þeirra sig seka um að útúrsnúninga, að vitna í vísindamenn og greinar án þess að tilgreina samhengi, og að halda áfram að berja sömu tunnu, þótt margoft hafi verið sýnt fram á að hol sé.

Margir veita Mófa og áþekkum áðhald, en því miður gerir hann sig sekann um flestar ofangreindar skyssur. Það vill enginn ræna sköpunarsinna trúnni. Jafnframt verðum við að átta okkur á því að skilningur á veröldinni (efnisheiminum) fer ekki langt á trú, til þess þörfnumst við vísindalegra aðferða.

Arnar Pálsson, 11.8.2008 kl. 08:54

4 Smámynd: Arnar

"Ignorance more frequently begets confidence than does knowledge: it is those who know little, not those who know much, who so positively assert that this or that problem will never be solved by science."
Charles Darwin

Arnar, 12.8.2008 kl. 13:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband