Leita í fréttum mbl.is

Þróun erfðamengja

Þrátt fyrir að hryggdýrin séu mörghundruð milljón ára gömul deila þau mörgum genum og eiginleikum. Dr. Antezana hefur sýnt fram á í nýbirtri grein í PLoS one að mynstur stökkbreytinga í erfðamengi manna, fugla og músa er einnig gríðarlega vel varðveitt. Þetta birtist sem frávik í tíðni ákveðinna stökkbreytinga, sem fara eftir næstu nágrönnum viðkomandi basa. Menn hafa séð a ákveðnar basa þrenndir eru algengari en aðrar í lesrömmum gena - svokölluð táknaskekkja. Antezana sýnir fram á að slíkar tíðni dreifing slíkra basaþrennda er enn sterkari ef horft er á þrenndir sem spanna lesramma gensins. Ekki er hægt að skírskota til eiginleika próteinsins til að útskýra það mynstur, ástæðan hlýtur að liggja í stökkbreytimynstrinu.

Óvíst er hvað veldur þessari miklu varðveislu stökkbreytimynstursins (sjá mynd úr greinnin að neðan), en sett er fram kenning um að þetta dragi úr heildarfjölda skaðlegra stökkbreytinga á prótínum. Titill erindisins er, á frummálinu "Highly conserved 3rd-position patterns in vertebrates towards overcoming Mendel sycophancy in genomics", í lauslegri þýðingu "Ofur varðveitt basasamsetning í lesrömmum gena hryggdýra, dregur úr áhrifum skaðlegra stökkbreytinga".

Þessar rannsóknir kunningja mins verða viðfangsefni erindis sem hann flytur miðvikudaginn 13. ágúst. Erindið hefst kl 16:00 og fer fram í sal 132 í  Náttúrufræðihúsi Háskólans (Öskju). Erindið verður flutt á ensku.




« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll mikið langar mig til að hitta þig ,og segja mér hvernig ég get lesið úr niðurstöðum sem ég á.

margret (IP-tala skráð) 12.8.2008 kl. 10:42

2 Smámynd: Arnar Pálsson

alltaf gaman að kíkja á gögn, sendu mér tölvupóst.

Arnar Pálsson, 13.8.2008 kl. 10:02

3 identicon

Sæll þakka þér kærlega fyrir.En svona í bili hvaða Haplogroup tilheyrum við Íslendingar.

Kveðja

Margrét

Margrét (IP-tala skráð) 13.8.2008 kl. 11:11

4 Smámynd: Arnar Pálsson

Margrét

Það fer eftir því hvaða Islendingur er skoðaður og hvaða litningabútur, gen eða genahluti er undir smásjánni. Sum okkar eru með litningabúta sem eru mjög algengir í Afríku, en önnur með genhluta sem eru ríkjandi í Asíu. Erfðamengi mannkyns og þjóðanna er dásamlegt mósaík sem spannar hnöttinn og hundrað þúsunda ára sögu tegundarinnar.

Arnar Pálsson, 13.8.2008 kl. 14:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband