Leita í fréttum mbl.is

Og öllum er sama?

Náttúran á sér fáa málsvara. Fólk fylkir sér um hvali og ljón, fiska og fiðrildi, en ósköp fáir eru til varnar þegar mosaþembum eða smádýrum á hafsbotni er ógnað.

Þóra Ellen Þórhallsdóttir kenndi okkur umhverfisfræði í Háskóla Íslands og meðal annars um ógnir sem steðja að óspilltum vistkerfum. Í Evrópu er erfitt að finna óspillt vistkerfi. Ísland er undantekning því enn finnast svæði hérlendis sem eru ómótuð af mannana völdum. Auðvitað hefur beit haft áhrif á gróðusamsetningu, sérstaklega dregið úr skógi en víðáttumikil óspillt svæði eru samt eitt af einkennum landsins.

Slíkar auðnir eru í sumra augum einskís nýtar en fágæti þeirra gefur þeim gildi. Um leið og síðasta auðnin er eyðilögð, af virkjun, vegi, línu, bústað, hóteli eða einhverju ámóta, munu allir skilja hvað við misst höfum.

Og sé erfitt að sannfæra fólk um að verja náttúru á landi, er það nánast ómögulegt þegar rætt er um vistkerfi hafs og stranda. Slík vistkerfi eru í mikilli hættu, bæði vegna loftslagsbreytinga en einnig vegna gamaldags mengunnar frá manninum. Innstreymi efnsambanda getur leitt til eitrunnar, eða ofauðgunar og þar með súrefnisþurrðar. Þannig verða til dauð svæði eins og breiðast nú út í Eystrasalti. Vandamálið er víðtækara eins og rætt er um í nýlegri grein eftir David Adam í the Guardian.

Við þurfum að vernda auðnina áður en hún deyr.


mbl.is Eystrasaltið í hættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nei, það eina sem virðist skipta máli er tímabundinn gróði, skítt með framtíðina, enda ekki vandamál þeirra sem eyðileggja

Harpa (IP-tala skráð) 5.9.2008 kl. 11:49

2 Smámynd: Arnar Pálsson

Harpa

Því miður er þetta oft svona. Reyndar finnst mér líka að vanþekking og aðgerðaleysi einnig geta verið merkilega skaðlegir þættir. Ef þú veist ekki að skólpið sem rennur í fjörunna er hættulegt, og gerir ekkert til að bæta úr er líklegt að lífheimur fjörunnar kollvarpist og möguleiki á afleiðingum fyrir mannana veröld.

Arnar Pálsson, 8.9.2008 kl. 11:12

3 identicon

Einmitt, það er eins og svo margir skilji hreinlega ekki hversu samtvinnaður lífheimurinn er, og háður umhverfisaðstæðum.

Harpa (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 09:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband