3.9.2008 | 17:39
Til heiðurs Arnþóri Garðarssyni
Áhugi á náttúrunni og lífverum kemur snemma fram hjá sumum. Arnþór Garðarsson hefur alla tíð heillast af fuglum, birti sína fyrstu grein 17 ára gamall og hefur aldrei slegið af. Nú lætur hann af störfum sem prófessor í líffræði eftir áratuga starf og laugardaginn 6 september verður haldin ráðstefna honum til heiðurs.
Ráðstefnan fer fram í Náttúrufræðihúsi Háskóla Íslands og stendur frá 9 til 16. Fyrirlesrarar kynna efni sem spanna álíka mörg viðfangsefni og Arnþór hefur rannsakað á ferli sínum. Nefna má að Þóra Ellen Þórhallsdóttir ræðir um landslagsvernd, Ólafur K. Nielsen ræðir um rjúpuna og Jón S. Ólafsson um botndýr í Mývatni. Mývatn hefur skipað lykilsess í starfi Arnþórs, og snúast mörg erindanna um rannsóknir á vistkerfi þess. Að siðustu er rétt að benda sérstaklega á erindi Árni Einarssonar mun fjalla um fæðukeðjur og Anthony Ives lýsir líkanisem lýsir sveiflum í stofni mýflugna í vatninu (sem þeir félagar birtu fyrr í ár, sjá eldri færslu). Einurð og framsýni ber frjóan ávöxt í vísindum. Þetta bendir einnig til þess að þeir kollegar þekki Mývatn all sæmilega.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Athugasemdir
Mér finnst slæmt að komast ekki á ráðstefnuna en Arnþór er afar fær og skemmtilegur kennari.
Það kemur mér nokkuð á óvart að sjá að Ólafur K. Nielsen ætli að ræða um rjúpuna en ég reikna með að hann sé farinn að átta sig á því að stofnlíkönin sem hann fékk lánuð hjá reiknisfræðingunum séu alls ekki að ganga upp og að Óli sé farinn að halla sér aftur að skoðunum Arnþórs sem eru jú í samræmi við viðtekna vistfræði.
Það er mjög gott mál.
Sigurjón Þórðarson, 4.9.2008 kl. 17:05
Hrikaleg helgi hjá mér hvað varðar félagslífið. Mun þó a.m.k. mæta í mýflugumynd og knúsa kallinn bless - það er bara ekki annað hægt.
Takk Arnþór fyrir allt og allt
Haraldur Rafn Ingvason, 5.9.2008 kl. 00:05
Tek undir orð þín Sigurjón að Arnþór er frábær kennari, hauskúpur risaeðlanna öðlast líf í meðförum hans.
Góð hugmynd Haraldur, eiga ekki allir að mæta í mýflugumynd eða búningi og gera þetta að almennilegu skralli!
Arnar Pálsson, 5.9.2008 kl. 11:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.