20.10.2008 | 18:01
Líf í gamalli ösku?
Ein frægasta tilraun líffræðinnar var ekki á lífveru. Stanley L. Miller og Harold C. Urey settu ólífræn efni í krukkur og hleyptu á rafstraum, með það að markmiði að kanna hvort lífræn efni gætu myndast. Í tilraunaglösum þeirra mynduðust amínósýrur af fimm gerðum, sem sýndi á óyggjandi hátt að grunneiningar lifs (prótín eru amínsýrukeðjur) gátu myndast fyrir tilstuðlan ólífrænna ferla.
Miller og Urey birtu niðurstöður sínar 1953 og lögðu þessi tilraunaglös á hilluna. Í fyrra rakst fyrrum nemandi Millers, Jeffrey Bada á glösin á hillu, og fól nemanda sínum að rýna betur í innihald þeirra með nútíma tækjum. Nemandanum (Adam P. Johnson) fannst innihaldið ekki tilkomum mikið (í hans orðum There were just a brown residue at the bottom of a old vial). Efnagreiningin leiddi hins vegar í ljós að glösin innihéldu 9 gerðir amínósýra auk þeirra 5 sem Miller hafði fundið upphaflega (sjá grein í New York times og frumheimild í Science). Það undirstrikar enn betur hversu auðveldlega grunneiningar lífs geta myndast...og varðveist.
Uppruni lífsins er einmitt viðfangsefni Guðmundar Eggertssonar í nýútkominni bók "Leitin að uppruna lífsins". Útgáfa bókarinnar var kynnt í morgunútvarpi og fréttum ríkisútvarpsins fyrr í mánuðinum (vonandi virkar sú tenging einhverja daga í viðbót).
The Miller Volcanic Spark Discharge Experiment Adam P. Johnson, H. James Cleaves, Jason P. Dworkin, Daniel P. Glavin, Antonio Lazcano, and Jeffrey L. Bada Science 17 October 2008: 404.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 18:03 | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Athugasemdir
Stórmerkilegt! Ég hef einmitt velt þessu sama fyrirbæri fyrir mér og hef nú eitthvað til að skoða. Takk fyrir færsluna.
Guðmundur Valur (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 20:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.