Leita í fréttum mbl.is

Kennsla og rannsóknir

Félagi minn við HÍ lagði áherslu á að kennsla og rannsóknir eru grundvallarmarkmið háskóla. Nú stendur Ísland frammi fyrir einstökum kringumstæðum og því er mikilvægt að mennta fólk okkar betur og leggja áherslur á rannsóknir, sérstaklega þær sem geta leitt til verðmætasköpunar og sprotafyrirtækja. Það er betra fyrir þjóðfélagið að borga þeim sem misst hafa vinnuna námslán en atvinnuleysisbætur, og slíkt er ábyggilega vænlegur kostur fyrir marga í þeirri stöðu.

Metfjöldi sækir um nám í HÍ á sama tíma var fjárveitingin til skólans er skorin niður. Aðalatriðið er náttúrulega hvernig við spilum úr gjöfinni, við verðum að standa vörð um kennsluna og ekki fórna rannsóknum. 

Þriðji megin kostnaðarliður HÍ er stjórnun og stoðþjónusta. Spurningin er hvort að stjórnendur HÍ hafi visku til að draga úr kostnaði við stjórnun frekar en að skerða kennslu og rannsóknir?


mbl.is 1.625 sækja um nám við HÍ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er alveg sammála. Vonandi verður ekki farið út í að skerða kennslu og rannsóknir. Verklega kennslan er nógu skammarleg í líffræðinni eins og er!

Halla (IP-tala skráð) 19.12.2008 kl. 10:28

2 Smámynd: Arnar Pálsson

Halla

Rétt hjá þér varðandi verklegu kennsluna. Hún hefur alltaf verið aðalsmerki líffræðinnar við HÍ en hún hefur minnkað síðustu ár. Maður heyrir samskonar sögur úr stærfræði og efnafræði, þar sem ekki er nægur peningur fyrir dæmatíma og yfirlestur verkefna. Ef fólk fær ekki yfirlestur á verkefnum og dæmum, þá er mjög erfitt fyrir það að læra almennileg vinnubrögð.

Arnar Pálsson, 19.12.2008 kl. 11:20

3 identicon

Vá, já, ég er sammála, það má ekki skera niður verklega kennslu eða dæmatíma.   

Eftir að hafa stundað nám og rannsóknir í frumulíffræði og þroskunarfræði við háskóla í Bandaríkjunum og Bretlandi skil ég sífellt betur og betur hversu mikil gæðin hafa verið heima í verklegri kennslu í líffræði, lífefnafræði og efnafræði.  Þegar ég var í lífefnafræðinni heima á sínum tíma bölvaði maður því stundum að verja fjórum eftirmiðdögum í viku, oft sex klukkustundum í senn í verklegar æfingar.  Þetta var svakaleg vinna.  Hins vegar lærði maður ótrúlega góð vinnubrögð sem gerðu mann í stakk búinn til þess að takast á við hvaða tilraunir sem er í framhaldinu! 

Mér finnst leitt að heyra að nú þegar sé búið að vera að skera niður verklegu kennsluna undanfarin ár, það á gróskutíma í samfélaginu.  Manni hrýs hugur við hvað gerist nú á samdráttartímum!   

En hvað er hægt að gera?   

Erna Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 21.12.2008 kl. 22:22

4 Smámynd: Arnar Pálsson

Erna

Vonandi tekst okkur að viðhalda góðri verklegri kennslu. Hún hefur gefið nemendum okkar gott forskot, sérstaklega þeim sem hafa lagt leið sína í nám eða störf erlendis. Það er einnig mikilvægt að þau okkar sem taka að okkur kennslu og annað áþekkt skiljum mikilvægi vandaðra vinnubragða, jafnt í rannsóknum sem annarri vinnu. Verkvit og vönduð vinnubrögð er eitthvað sem fólk býr að alla ævi.

Arnar Pálsson, 31.12.2008 kl. 13:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband