9.2.2009 | 14:51
Erindi: Vatn í heila og efnaskipti í bakteríu
Tvö athyglisverð erindi á sviði líf og læknisfræði verða í þessari viku.
Fyrst ber að nefna erindi Dr. Torgeir Holen, við taugarannsóknardeild Oslóarháskóla ("Centre for Molecular Biology and Neuroscience, Norwegian Centre of Excellence at the University of Oslo") What do water channels and square arrays do in the brain? Holen hefur verið að rannsaka hlutverk svokallaðra Aquaporin prótína, sem eru mikilvæg í nýrum en finnast einnig í miklum mæli í heila. Yfirleitt eru prótín einungis mikið tjáð í vefjum ef þeirra er þörf, en enginn veit hvaða hlutverki þessi prótín gegna í heilanum. Erindi Torgeirs er hluti af fyrirlestraröð miðstöðvar framhaldsnáms í lífvísindum GPMLS.
Fyrirlesturinn verður í dag mánudaginn 9 febrúar 2009, kl 15:30 í herbergi 343 í Læknagarði.
Fimmtudaginn 12 febrúar flytur Dr. Holger Jenke-Kodama erindi um efnaskipti í bakteríum ("A New Approach to an Old Riddle: Evolutionary Systems Biology of Bacterial Secondary Metabolism"). Jenke-kodama sótti um stöðu í lífupplýsingafræði við Háskóla Íslands, og var honum boðið að koma hingað og halda erindi (sem er vísbending um að hann sé einn af skárri umsækjendunum). Fyrirlesturinn verður kl 15:30 í stofu 132 í Öskju, náttúrufræðihúsi HÍ. Að erindinu loknu kl hálf fimm hefst málþing til heiðurs Charles Darwin.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 14:54 | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.