Leita í fréttum mbl.is

Attenborough ofsóttur

Á nokkura ára fresti birtist David Attenborough á skjánum með nýja og spennandi þáttaröð um lífið á jörðinni. Núna síðast var sýnd í ríkissjónvarpinu þáttaröð um lífverur með kalt blóð, sem lagði áherslu á fjölbreytileika skriðdýra, oft magnað atferli þeirra og aðlaganir.

Allir sem ég þekki bera mikla virðingu fyrir Attenborough, og hrífast af einlægum og auðmjúkum frásagnarstíl hans. Samt finnst fólk sem finnst ástæða til að senda honum níð í hatursfullum skeytum. Eitt bréfið staðhæfir að hann munni brenna í helvíti og að það séu makaleg málagjöld. "They tell me to burn in hell and good riddance."

Orðanotkun viðkomandi gefur vísbendingu um ástæður þessa haturs. Hér um ræðir einstaklinga sem aðhyllist guðlega sköpun (það að einhver guð hafi skapað jörðina og sé sífellt að skapa lífverur), og sem finnst það málstað sínum til framdráttar og drottni til dýrðar að senda náttúrufræðingi í sjónvarpinu póst og óska honum dauða.attenborough10c

(Mynd frá BBC)

Sköpunarsinnar eru sannfærðir um að aðlaganir lífvera séu tilkomnar vegna guðlegs inngrips, en líffræðingar vita að náttúrulegt val getur útskýrt fyrirbærin án þess að skírskota til yfirnáttúrulegra krafta.  Attenborough bendir á margar aðlaganir sem eru einni lífveru til framdráttar, á kostnað annarar, með hans orðum:

"Sköpunarsinnar vísa alltaf til fallegra vera eins og kólibrífugla. Ég vísa til smábarns í Austur-Afríku sem er með sýkjandi orm í auganu. Ormurinn getur ekki lifað á annan hátt, hann grefur sig í gegnum augu. Það er erfitt að samræma slíkt við hugmyndina um guðlegan og algóðan skapara."

"They always mean beautiful things like hummingbirds. I always reply by saying that I think of a little child in east Africa with a worm burrowing through his eyeball. The worm cannot live in any other way, except by burrowing through eyeballs. I find that hard to reconcile with the notion of a divine and benevolent creator."

Og þegar blaðamaður spyr hann um þá kröfu sköpunarsinna að kenna hugmyndir um vitræna hönnun samhliða þróunarkenningunni, er afstaða hans ennþá skýrari.

"Það er eins og að segja að tveir plús tveir séu fjórir, en ef þú vilt trúa því þá getur það líka verið fimm...þróun er ekki kenning, heldur staðreynd"

"It's like saying that two and two equals four, but if you wish to believe it, it could also be five ... Evolution is not a theory; it is a fact"

Bók Darwins um uppruna tegundanna lagði fram náttúrulega útskýringu á eiginleikum, fjölbreytileika, dreifingu og starfsemi lífvera, rétt eins og Copernikus og Newton settu fram lögmál um gang himintungla um sólina. Vel flestir meðtóku þessi lögmál og héldu sinni trú á hið góða (sama hvaða nafni guðinn kallast), en af einhverri ástæðu eru margir sem eiga bágt með að trúa því að maðurinn sé ekki skapaður af guði (eða guðum). Sem er eins og margir hafa bent á hluti af þeirri meingölluðu og stórhættulegu lífsýn að maðurinn sé yfir náttúruna hafinn.

Ítarefni

Riazat Butt í the Guardian Attenborough reveals creationist hate mail for not crediting God

Frétt BBC Attenborough 'received hate mail'

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kristnir eru eins og afkróað óargadýr... þeir klóra og hvæsa til þess að verja ævintýrið um Sússa og eilíft líf...
Það er aðeins eitt sem getur bjargað kristni í dag, það er að við sprengjum okkur aftur í fornöld, eða að náttúruhamfarir fari með okkur þangað.
Ég er með viðtöl ofl um málið á mínu bloggi... check it out

DoctorE (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 10:31

2 Smámynd: Arnar Pálsson

Doktor E.

Mín reynsla af kristnum er fjölbreyttari en þetta, þó vissulega finnist öfgafullar skoðanir þeirra á meðal.

Sá bút úr eldri þætti Attenboroughs, mjög skemmtilegt myndskeið.

Arnar Pálsson, 10.2.2009 kl. 13:48

3 identicon

Helstu óvinir vísinda og þekkingar í heiminum í dag eru: kristnir og múslímar.
Kristnir bandaríkjamenn eru líklega hættulegasta fólk í heiminum í dag, fólk sem má alls ekki komast til valda.
Auðvitað eru langflestir sem eru skráðir kristnir alls ekki kristnir.... hefðarinnskráning og annað bull er í gangi

DoctorE (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 16:39

4 identicon

Ég held svo mikið upp á Attenborough! Hann er afskaplega gáfaður og góður maður, að mínu mati. Þetta með orminn er mjög góður punktur.

Halla (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 09:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband