Leita í fréttum mbl.is

DNA dagurinn 25 apríl

Fyrir 50 árum birtist grein eftir Francis Crick og James Watson um byggingu DNA sameindarinnar. Af þessu tilefni flutti Guðmundur Eggertsson fyrirlestur um starf þeirra félaga í fyrirlestraröð um byltingarmenn vísindanna. Grein Crick og Watson kom einmitt út 25 apríl árið 1953 og er aðgengileg á netinu:

"Molecular Structure of Nucleic Acids: A Structure for Deoxyribose Nucleic Acid." April 25, 1953. Nature 171 (April 25, 1953): 737-738.

Greinin er mjög snaggaralega skrifuð og læsileg, ég mæli með henni til aflestrar fyrir alla líffræði, læknis og lífefnafræðinema, og auðvitað aðra sem kynnu að njóta þess.

Í tilefni af birtingu greinar þeirra og vegna þess að í apríl árið 2003 hafði erfðamengi mannsins verið raðgreint að mestum hluta, ákváðu Samtök amerískra og evrópskra erfðafræðinga að tilnefna 25 apríl sem DNA dag. Í erfðafræðideildinni sem ég lærði við (við North Carolina State University) var haldin veisla, og m.a. keppt í því hverjum svipaði mest til Francis Crick og hver gæti snúið mest upp á sig (gert sig DNA-legastann). Síðan var líka borðuð kaka og ef ég man rétt fórum við nemendurnir á Mitch´s við Hillsborough stræti til að væta kverkarnar.

dnaday_logoMarkmið DNA dagsins hefur verið fræðsla fyrir grunn- og gagnfræðiskólanemendur um erfðafræði, og tengsl hennar við læknisfræði, landbúnað og þróun. Nokkrar síður eru helgaðar DNA deginum, og má þar finna aðgengilegt efni um byggingu DNA, eðli gena og stökkbreytinga sem bendlaðar hafa verið við sjúkdóma.

DNA dagur á síðu Ameríska mannerfðafræðifélagsins.

DNA dagur á síðu Bandarísku mannerfðafræðistofnunarinnar.

Einnig var efnt til ritgerðasamkeppni á vegum Evrópska erfðafræðifélagsins.

Norður Carólínabúar hafa DNA daginn í hávegum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)

Til hamingju með daginn!

Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is), 24.4.2009 kl. 12:34

2 identicon

Á þá ekki að feta í fótspor Crick með LSD og "binaural-beat" tónlist? Svona í tilefni dagsins!

magus (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 15:34

3 Smámynd: Arnar Pálsson

Á DNA deginum verða allir að fá sér snúning. Veit ekki hvort að LSD myndi auðvelda slíkt atferli eða verða til trafala.

Arnar Pálsson, 27.4.2009 kl. 11:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband