Leita í fréttum mbl.is

Einangraði taugavaxtarþátt

Dásamleg tíðindi í alla staði. Rita Levi-Montalcini vann að rannsóknum á starfsemi tauga og fann prótín sem hefur áhrif á vöxt taugafruma. Hún skilgreindi áhrif taugavaxtarþáttarins (nerve growth factor : NGF) og ásamt Stanley Cohen einangruðu þau prótínið og rannsökuðu frekar. Þau komust að því fyrir algera tilviljun að þátturinn er í mjög háum styrk í munnvatnskirtlum.

Stanley Cohen ætlaði að nota eiturblöndu úr snákakirtli til að melta burtu erfðaefni í sýninu, en þá kom í ljós að blandan hafði mjög sterk áhrif á sérhæfingu taugafrumanna. Þannig komust föttuðu þau að NGF er búið til í mismuandi vefjum, og er sérstaklega mikið framleitt í munnvatnskirtlum.

Rannsóknum hennar og Stanley Cohens er gerð ítarleg skil í fréttatilkynningu Nóbelnefndarinnar. Ég mæli einnig með því að þið lesið æviágrip hennar.

Rita Levi-Montalcini er taugavísindamaður sem berst fyrir bættir vísindakennslu. Því atlaga sköpunarsinna gegn þróunarkenningunni er í lítið dulin árás á vísindin og upplýsinguna.


mbl.is Elsti nóbelsverðlaunahafinn 100 ára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björgvin R. Leifsson

Þú meinar náttúrlega "atlaga sköpunarsinna gegn" þróunarLÖGMÁLINU

Björgvin R. Leifsson, 24.4.2009 kl. 18:33

2 Smámynd: Arnar Pálsson

Björvin.

Auðvitað er þróun staðreynd og kenning Darwins um þróun vegna náttúrulegs vals er í raun lögmál.

Og tilburðir sköpunarsinna eiga meira skylt við mótbárur og áfok en efnislega gagnrýni.

Arnar Pálsson, 27.4.2009 kl. 11:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband