Leita í fréttum mbl.is

Estrogen viðtakinn

Í upphaflegu fréttinni á BBC segir Dr Lesley Knapp, við University of Cambridge: "Það er almennt vitað að konur verjast sýkingum af meira harðfygli, og jafna sig hraðar en menn" ("Women are well known to be able to respond more robustly to infections, and to recover more quickly than men.) Fyrirsögn fréttar BBC (og þar af leiðandi mbl.is) missir því miður marks.

Fréttin fjallar um rannsókn sem miðaði að því að rannsaka hvers vegna.

Maya Saleh og félagar rannsökuðu mýs sem vantaði gen fyrir caspasa-12, sem hefur áhrif á bólgusvörun. Tilraunin gekk út á að skjóta inn eintaki af samsvarandi geni úr manninum, og kanna þol músanna gagnvart sýkingum.

Estrogen og skyld afleiða þess, testosterón, tilheyra fjölskyldu stera sem bindast ákveðnum prótínum í kjarna frumnanna. Þessi prótín er að mestu sértæk fyrir ákveðnar gerðir stera, og hafa það hlutverk að stýra tjáningu fjölda gena. Estrogen-viðtakinn eins og hann er kallaður binst t.d. við fjölda stýrilraðir fjölda gena og hefur áhrif á hvort frá þeim sé myndað mRNA eða ekki.

Það er samt ekki ljóst hvort að estrógen sé sá þáttur sem mestu skiptir í þessu tilfelli, þar sem það eru margir aðrir þættir sem eru mismunandi á milli karl og kvendýra.

Mbl.is hefur oft sýnt "frábær" vinnubrögð við þýðingu vísindafrétta en núna er greinin allavega með varfærið orðalag (þótt það sé mjög augljóst að hún er þýdd setningu fyrir setningu - ég segi nemendunum mínum að þeir verði að gera betur en mbl.is!). Á einum stað fer þýðingin alveg út af sporinu.

Genið var síðan sprautað í mýsnar, þ.e. bæði kyn.  Niðurstaðan var sú að aðeins karldýrin áttu í meiri hættu á að fá sýkingar.

The human Caspase-12 gene was implanted into a group of male and female mice, but only the males became more prone to infection.

Genið var innlimað í erfðamengi músarinnar, því var ekki bara sprautað inn. Þetta er eins og að segja að bjórnum var hellt, en ekki tiltekið hvert honum var hellt (í munn, vasa, blómapott).

Ítarefni:

Upphaflega fréttin á BBC Women 'fight off disease better'

Heimasíða leiðtoga rannsóknarhópsins Mayu Saleh.

 


mbl.is Telja ónæmiskerfi kvenna sterkara en karla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Var þetta ekki bara sölumennska Moggans? Og vesalings 'blaðamaðurinn' beraði visku sína í greininni. Kannski ekki mikil viska, en svo lengi lærir sem lifir.

nicejerk (IP-tala skráð) 14.5.2009 kl. 00:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband