5.6.2009 | 11:23
Raunvísindi og líffræði
Vita framhaldsnemar hvað raunvísindi ganga út á? Hvað felur starfsferill í líffræði i sér, eða frami í stjörnufræði, eðlisfræði eða efnafræði? Þetta var umfjöllunarefni sjónvarpsfrétta RUV í gærkvöldi.
Samkvæmt Atla Harðarsyni aðstoðarskólastjóra við fjölbrautarskóla Vesturlands "það vita allir nokkurn vegin hvað bankamenn gera, en hafa afar óljósa hugmynd um hvað raunvísindamenn gera, flestir unglingar þekkja þessi störf lítið".
Störfin eru vissulega fjölþætt, líffræðingar starfa við rannsóknir, kennslu, umhverfivottun og á ríkistofnunum eða við líftæknifyrirtæki. Lífefnafræðingar, efnafræðingar, og eðlisfræðingar starfa á svipuðum sviðum einnig, en í fyrirtækjum með áherslu á viðkomandi fagsvið (raftækni, efnaverkfræði, tölvur). Reynsla í raunvísindum nýtist samt mörgum á milli fagsviða, á Decode vann ég með stærðfræðingum, læknum, verkfræðingm, líffræðingum, lífefnafræðingum og lífeindafræðingum.
Kveikja að frétt RUV var vísindavika sem Landbúnaðarháskóli Íslands stóð fyrir, þar sem framhaldskólanemar á vesturlandi fengu tækifæri til að taka þátt í rannsóknum og kynnast störfum líffræðinga og búfræðinga.
Þegar ég var við nám í Bandaríkjunum kynntist ég forvitnilegri leið að sama marki. Góðir framhaldskólanemar fengu tækifæri til að koma inn í háskólana og kynnast einhverri fræðigrein og starfi á rannsóknarstofu. Þeir unnu þá sem sjálfboðaliðar, fengu reynslu og innsýn í heim raunvísindanna sem virðist geta framkallað bæði aðdáun og ótta (hið síðara oftast af röngum forsendum - samanber umræðu um erfðabreyttar lífverur).
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.