Leita í fréttum mbl.is

Ofvirka apagenið

Breytingar í genum geta haft áhrif á eiginleika lífvera. Samt er dálítið sterkt í árinna tekið að segja að genin valdi einu eða öðru. SVS er reyndar vorkun því heimildin í BBC orðar þetta einnig dálitið óheppilega. Monkeys booze because of genes

Breytingar í genum falla í tvo megin flokka. Stökkbreytingar sem draga úr virkni gensins, t.d. með því að skadda virkni prótínafurðar þess eða með því að draga úr framleiðslu (eða stöðugleika) mRNA sameindanna. Þetta eru breytingar vegna minni virkni, oft kallaðar "loss of function" upp á engilsaxnesku. Hinn flokkur stökkbreytinga breytir virkni gensins eða eykur hana. Það getur gerst með því að prótínið verður ofvirkt, svona dáldið eins og þegar bíll festist með bensíngjöfina í botni, eða þegar tjáning gensins eykst eða flyst yfir í aðra vefi. Slíkar breytingar eru kallaðar "gain of function" af þeim enskumælandi.

Breytingin í corticotrophin releasing factor geninu sem gerir Makakaapa næmari fyrir alkahóli fellur í þennan seinni flokk samkvæmt rannsókn Christinu Barr og félaga í PNAS. Stökkbreytingin sem sterkust áhrif hefur breytir stjórnun gensins, og leiðir til þess að meira er framleitt af viðkomandi prótíni.

Mjög margar breytingar sem auka líkurnar á sjúkdómum raska stjórnun á virkni gena, en ekki byggingu prótínafurða þeirra.

Gagnrýni Brahim á fréttaflutninginn er einnig réttmæt, "segið okkur eitthvað nýtt".  Nýmæli rannsóknarinnar er að fundist hafa tengsl milli alkóhól-næmis og líffræðilegra ferla sem tengjast streitu og þunglyndi. Það hefði að ósekju mátt ræða ítarlegar.

Forsenda þessara rannsókna er sú staðreynd að Makakaapar eru náskyldir manninum og því miklar líkur á að sömu líffræðilegu ferli liggi að baki áfengisfíkn hjá báðum tegundum. Þróunarlegur skyldleiki skiptir miklu máli við val okkar á tilraunalífverum fyrir rannsóknir á sjúkdómum sem hrjá mannfólkið.

Heimildir:

Christina S. Barr, Rachel L. Dvoskin, Manisha Gupte, Wolfgang Sommer, Hui Sun, Melanie L. Schwandt, Stephen G. Lindell ,John W. KasckowStephen J. Suomi, David Goldman, J. Dee Higley, and Markus Heilig Functional CRH variation increases stress-induced alcohol consumption in primates PNAS 2009.

Frétt BBC, Monkeys booze because of genes eftir Sudeep Chand.

 

 


mbl.is Vínhneigðin í genunum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband