Leita í fréttum mbl.is

Finkurnar koma

Á Galapagoseyjum í Kyrrahafinu má finna 13 tegundir finka. Munurinn á milli þeirra liggur aðallega í byggingu og stærð goggsins. Einhver munur er einnig á stærð þeirra og atferli, en annars eru þær mjög áþekkar í byggingu. Charles Darwin heimsókti Galapagos á hringferð sinni um hnöttinn á skipi hennar hátignar HMS Hvutta. Hann veitti aðallega athygli sérstæðri jarðfræði eyjanna, þær eru eldfjallaeyjar eins og Ísland og Grænhöfðaeyjar og mismunandi skjaldbökum sem finna mátti á nokkrum eyjanna.

Það var eftir heimkomuna að hann áttaði sig á því að finkurnar voru, þrátt fyrir ólíka gogga allar af sama meiði. Þeim svipaði meira að segja til finka sem algengar eru á meginlandi Suður Ameríku. Það renndi stoðum um hugmynd hans um að allt líf væri af einni rót, þróunartré lífsins.

Hin megin stoð þróunarkenningarinnar er hugmyndin um náttúrulegt val. Darwin og náttúrufræðingurinn Alfred Wallace tókust á við þá spurningu af hverju margir eiginleikar lífvera eru aðlagaðir umhverfi þeirra. Til dæmis eru goggar finkanna á Galapagos mismunandi eftir því hverskonar fæðu þær neyta. Þannig eru sumar finkutegundirnar með mjóa  langa gogga sem henta vel til að ná skordýrum. Aðrar tegundir eru með breiða og stutta gogga sem nýtast vel til að brjóta skurn af hörðum fræjum.

31-finches-2Mynd af vefsíðu Harvard háskóla.

Þróunarfræðingarnir og hjónin Peter og Rosemary Grant við Princeton háskóla, hafa um áratuga skeið rannsakað fjölbreytileika finkanna á Galapagos. Þau hafa orðið vitni að hraðri þróun, þar sem goggar ákveðinna tegunda hafa breyst mjög hratt í kjölfar breytinga á fæðuframboði. Þau munu segja frá niðurstöðum sínum í yfirlitserindi er þau nefna "Finkur Darwins og þróun".

Erindið verður laugardaginn 29 ágúst kl 13:00. Það verður í hátíðarsal HÍ og er öllum opið.

Erindið eru hluti af fyrirlestraröð í tilefni afmælis Charles Darwin, sjá nánari dagskrá á darwin.hi.is.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnar

Spennandi og örugglega fróðlegt, verst að ég nenni sennilega ekki að mæta á þetta.

En þú nefnir að það sé margt líkt með Galapagos og Íslandi, eigum við engin svona sambærileg dæmi úr íslenskri náttúru, eða er 'ástandið' (fæðu framboð og aðrir umhverfisþættir) svo stöðugt að það kallar ekki á svona (örar) breytingar?

Arnar, 21.8.2009 kl. 12:10

2 Smámynd: Arnar Pálsson

Það eru vísbendingar um að nokkrar tegundir ferskvatnsfiska hafi þróast mjög ört hérlendis eftir að ísöld lauk. Vistfræðingar hafa skilgrein mörg afbrigði bleikju og hornsíla og rannsóknir á erfðabreytileika renna stoðum undir hraða þróun og aðskilnað stofna.

Arnar Pálsson, 21.8.2009 kl. 12:26

3 identicon

Eins ogtt að mofi sjái þetta ekki. Þá hefur hann einhverjar biblíulegar skýringar á þessu :)

Þorvaldur (IP-tala skráð) 21.8.2009 kl. 23:06

4 Smámynd: Arnar Pálsson

Sköpunarkenningar byggja á inngripi yfirnáttúrulegra fyrirbæra og gagnast því ekki í vísindum. Óvísindalegar skýringar falla um sig sjálfar.

Arnar Pálsson, 24.8.2009 kl. 08:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband