27.8.2009 | 11:08
Haustdagar Darwins 2009
Charles Darwin og þróun hafa nokkrum sinnum verið til umræðu á síðu þessari. Fyrir utan brennandi áhuga minn á þróun og öðrum lögmálum og undrum lífræðinnar hefur ástæðan einnig verið sú að í ár eru 200 ár liðin frá fæðingu Darwins. Að auki verða nú í nóvember 150 ár liðin frá því að bók hans Um uppruna tegundanna...kom út.
Að því tilefni höfum við ásamt góðu fólki staðið fyrir margskonar viðburðum (sjá darwin.hi.is).
Nú í haust verður haldin fyrirlestraröð sem spannar allt frá þróun kynæxlunar, til uppruna lífs, öldrunar og leyndardóma jarðsögunnar. Í sumar fengum við forsmekk með erindi Monty Slatkin um Neanderthalsmanninn.
Fyrsti fyrirlestur haustsins verður erindi Peter og Rosemary Grant um finkur Darwins (13:00 laugardaginn 29 ágúst). Aðrir fyrirlestrar í röðinni verða auglýstir hér, en full dagskrá er eftirfarandi.
6 júlí - Montgomery Slatkin - Neanderthalsmaðurinn: erfðamengi og stofnerfðafræði
29 ágúst - Peter og Rosemary Grant - Finkur Darwins og þróun
3 október - Guðmundur Eggertsson - Uppruni lífsins*
24 október - Ólafur Ingólfsson og Ingibjörg Svala Jónsdóttir - Steingervingar og þróun lífs
31 október - Joe Cain - Kenning Darwins*
7 nóvember - Hrefna Sigurjónsdóttir og Sigurður Snorrason - Þróun atferlis
14 nóvember - Einar Árnason - Náttúrlegt val vegna fiskveiða*
21 nóvember - Hafdís Hanna Ægisdóttir - Lífríki og þróun á eyjum
28 nóvember - Linda Partridge - Þróun og öldrun*
5 desember - Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir og Bjarni K. Kristjánsson - Tegundamyndun
12 desember - Snæbjörn Pálsson - Þróun kynæxlunar
*Ekki eru komnir endanlegir titlar á alla fyrirlestrana, en við tilgreinum megin rannsóknarviðfangsefni viðkomandi vísindamanna.
Fyrirlestraröðin er styrkt af mörgum aðillum sem við erum ævinlega þakklát.
Líf og umhverfisvísindadeild HÍ
Rannsókna og fræðasetur HÍ á vestfjörðum
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkur: Darwin og þróun | Breytt s.d. kl. 14:22 | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Athugasemdir
Spennandi flest allt.
Veistu eitthvað um efnistök Guðmundar Ingófssonar í 'Uppruna lífs'? Hef lesið samantekt Nick Matzke um abiogenesis og rakst nýlega á rannsóknir Jack Szostak sem mér sýnist spennandi, ef ég skil þær rétt.
Arnar, 27.8.2009 kl. 14:07
Guðmundur mun líklega fylgja þeirri línu sem hann tók í bók sinni, Leitin að uppruna lífs. Líf á jörðu, líf í alheimi.
Ég hef aðeins fylgst með þessum fræðum en ég treysti Guðmundi best til að gera þessu skil.
Arnar Pálsson, 27.8.2009 kl. 14:15
Um að gera að bjóða Mofa með á þetta. Hann er svo rosalega hrifinn af Darvin.
Þorvaldur (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 15:58
Snæbjörn Pálsson kynnti fyrirlesturinn og röðina í samfélaginu í nærmynd í dag (fimmtudaginn 27 ágúst 2009).
http://dagskra.ruv.is/ras1/4416384/2009/08/27/
Arnar Pálsson, 27.8.2009 kl. 22:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.