31.8.2009 | 10:53
Maðurinn er meira en skinn
Húðin er bara einn af fjölda eiginleika sem prýða mannverur. Litur hennar er töluvert breytilegur, t.d. finnst ljós húð aðarlega á hærri breiddargráðum og dökk húð nær miðbaug (slatti af undantekningum eru þó frá reglunni, m.a. frumbyggjar Ástralíu og Tasmaníu. Færð hafa verið ágætis rök fyrir því að ljósari húð sé tilkomin vegna náttúrulegs vals vegna D-vítamínsskorts. D-vítamín má fá úr fæðu og einnig myndast virka form vítamínsins í húðinni fyrir tilstuðlan geisla sólar. Afríkubúar sem flytjast til norður evrópu verða að gæta sín sérstaklega í fæðuvali og vera sem mestu utandyra til að hremma geisla sólar.
Hugmyndin sem Moan, Setlow og félagar setja fram er að evrópubúar hafi hætt að borða fisk fyrir 5500 árum og þá hafi orðið öflugur þrýstingur gegn dökkri húð. Rökstuðningur þeirra er grandvar og umræðan í greininni varkár, en því miður hefur tilgáta þeirra tekið breytingum í meðförum fjölmiðlafólks.
Í grein þeirra segir:
About five thousand years ago the wave of agriculture came to the Baltics, to Scandinavia and to England. In England changes of the isotope ratio of 12C13C have been found in bones from between 5500 and 5200 years before now. This shows that the food changed rapidly away from fish as an important food source.
...It is possible that agriculture played a role in the evolution of light skin in modern humans, but the main objection to this hypothesis is its recency: A few thousands of years may not be enough for such genetic changes.
Í frétt the Sunday Times:
White Europeans could have evolved as recently as 5,500 years ago, according to research which suggests that the early humans who populated Britain and Scandinavia had dark skins for millenniums.
It was only when early humans gave up hunter-gathering and switched to farming about 5,500 years ago that white skin began to be favoured, say the researchers. [feitletrun okkar]
Sem varð að
Ný rannsókn leiðir í ljós að hvítir Evrópubúar hafi ekki orðið til fyrr en fyrir um 5.500 árum. ....
Fyrst þegar fornmaðurinn hóf landbúnað fyrir um 5.500 árum síðan hafi húð hans tekið að breytast. [feitletrun okkar]
Þannig að tilgáta um uppruna hvítrar húðar í norður Evrópu og sérstaklega bretlandseyjum, varð að staðreynd um tilurð "hvíta mannsins". Hvíslkeðju fréttamennska getur gert stórkostlega hluti (einnig sú árátta að leita ekki frumheimilda og tékka á staðhæfingum!).
Mér finnst eira af fornri og skelfilegri sýn á mannfólkið sem tíðkaðist á síðustu og þarsíðustu öld. Í suðurríkjum Bandaríkjanna voru lög sem tilgreindu að einn dropi af svörtu blóði væri nægur til að skilgreina viðkomandi einstakling sem blökkumann (og þar með þræl sem hægt væri að kaupa og selja).
Erfðafræðin og þróunarfræðin sýna afgerandi að menn eru allir af sama meiði og að nær allur sá breytileiki sem við finnum innan Evrópu finnst í Afríku. Það að einblína á húðlit er skelfileg einföldun (svona eins og ætla að flokka fólk eftir breidd stóru táarinnar).
Húðlitur segir EKKI til um eiginleika fólks.
Ítarefni:
Juzeniene A, Setlow R, Porojnicu A, Steindal AH, Moan J. Development of different human skin colors: a review highlighting photobiological and photobiophysical aspects. J Photochem Photobiol B. 2009 Aug 3;96(2):93-100
The Sunday Times, 30 ágúst 2009. White Europeans evolved only 5,500 years ago.
Hvíti maðurinn aðeins 5.500 ára gamall? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 11:14 | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Athugasemdir
Verð ég þá ekki brúnn af því að éta fisk?
Sveinn Ríkarður Jóelsson, 31.8.2009 kl. 11:01
Nei, en ef þú og þúsund sjálfboðaliðar, og afkomendur ykkar í 500 kynslóðir væru til í slíka tilraun, er alveg mögulegt (skv tilgátu hr. Moans) að afkomendurnir í kynslóð 501 verði orðnir brúnir.
Ætli sprey sé ekki einfaldara.
Arnar Pálsson, 31.8.2009 kl. 11:16
:)
Sveinn Ríkarður Jóelsson, 31.8.2009 kl. 11:20
Kannski ætti bara að bjóða ísland fram í svona rannsókn :)
Stöðva innflutning á matvælum í þágu 'jákvæðs viðskiptahalla' og við íslendingar gætu bara borðað fisk og lambakjöt.
Hljótum að vera búin að borga upp icesave og allar okkar skuldir eftir 500 kynslóðir.
Arnar, 31.8.2009 kl. 11:28
Arnar, við skulum nú ekki missa okkur í bjartsýninni. Sjáum fyrst aðeins hvernig fyrstu ár Icesave fara áður en við ofum ættlið 500 einhverju :)
Sigurður J Guðmundsson (IP-tala skráð) 31.8.2009 kl. 12:30
Heh, Saturday Morning Breakfast Cereal á vel við sem endranær. Þetta er leiðindaávani í fréttamönnum.
Ég man sérstaklega eftir frétt einni í DV um daginn þar sem talað var um risaeðlu sem hafði fundist sem "forföður svína". Það sem vísindamennirnir sögðu var vitanlega að skepnan hefði verið eins konar fyrirrennari svína, þ.e. að lifnaðarhættir hennar hefðu að líkindum verið svipaðir, en einhvern veginn varð niðurstaðan hjá DV að svín væru komin af rísaeðlum!
Páll Jónsson, 31.8.2009 kl. 13:12
Við erum upplitaðir svertingjar
DoctorE (IP-tala skráð) 31.8.2009 kl. 15:32
aflitaðir
DoctorE (IP-tala skráð) 31.8.2009 kl. 15:32
Ertu að segja mér að við að fara í minna sólarljós þá verði húðin hvít.. ok ég skal kannski kaupa það
EN!!!!
Minnkar kjálkinn, verður nefið mjórra, minnkar ennið, af-krullast hárið, styttast hendurnar, rýrnar vöðvabyggingin, aflagast höfuðkúpan, styttist getnaðarlimurinn, fær maður síður frekjuskarð, verður húðin þynnri, minnka lófarnir á manni og stittast neglurnar. . svona sem nokkur dæmi?
Ef svo er.. væri alrangt að hugsa sér að hugsunarhátturinn breytist (t.d. viðbrögð við áreiti, og annað hlutfall af tilfinningum\rökum sem koma inn í myndina við ákvarðanatökur)
Ég vill ekki vera dæmdur rasisti.. en munurinn á okkur hér á Norðurlöndum og þeim í Suðri er mun meiri heldur en húðliturinn.
Hættum að eltast við að sannfæra hvort annað um að allir séu eins og leyfum okkur að flokka mannskeppnuna niður í mismunandi hópa.
Gerum það ÁN FORDÓMA.
Pétur (IP-tala skráð) 31.8.2009 kl. 15:56
Pétur
Þróunarbreytingar þær sem Moan og kollegar eru að rannsaka eru bara ein vídd af mörgum. Við það að valið var fyrir ljósari húð á norðurslóð, þá breyttist tíðni stökkbreytinga í nokkrum genum sem taka þátt í myndun og líklega seytingu litarefna. Þessi valþrýstingur hafði mest áhrif á tíðni þessara gena, en minni á tíðni annara gena.
Gen sem hafa áhrif á lögun nefs, áferð hárs, vöðvabyggingu, lengd forhúðaríbúans, sem sagt alla þá mikilvægu eiginleika sem þú taldir upp. Ólíklegt er að tíðni þeirra breytist vegna vals gegn húðlit.
Tíðni stökkbreytinga sem tengjast breytileika í þessum eiginleikum getur hafa breyst vegna náttúrulegs vals, eða vegna tilviljunar. E.t.v. skiptir lögun nefs engu máli fyrir starfsemi mannvera, og þá getur form þess þróast algerlega handahófskennt.
Að meðaltali eru munur á nokkrum eiginleikum milli Íslendinga og Frakka, Frakka og Rússa, Rússa og Egypta, Egypta og Sómala, Sómala og Mósambik búa. Það þýðir ekki að íbúar eins landsins séu hinum æðri.
Við erum mjög dugleg að flokka fólk, ómeðvitað og oft af töluverðri dómhörku. Mér er umhugað um að við nýtum ekki vísindalegar staðreyndir til að styrkja fordóma og kynþáttahatur.
Pétur, ég ásaka þig ekki um rasisma en mér fannst tónnin í upphaflegu fréttinni vera litaður af fornri heimsýn, þar sem kynþáttahatur var því miður löglegt og hluti af eðlilegum viðskiptum.
Arnar Pálsson, 31.8.2009 kl. 16:45
Sorry Pétur, það eru ekki allir 'í suðri' með; stærri kjálka, breiðara nef, hærra enni, krullað hár, lengri hendur, meiri vöðva, 'óaflagaða' höfuðkúpu, lengri getnaðarlim, frekjuskarð, þykkari húð, stærri lófa og lengri neglur.
Það er svona álíka og segja að allir írar séu rauðhærðir, þeir eru jú fyrir sunnan okkur.
Ef þú heldur það þá eru það fordómar.
Og, ef ég skildi nafna minn rétt þá var það skortur á D-vítamíni sem gerði húðina hvíta svo að líkaminn gæti framleitt meira D-vítamín en ekki beint skortur á sólarljósi.
Arnar, 31.8.2009 kl. 17:00
Það sem styrkir D-vitamin kenninguna er að Inuitar hafa haldið fremur dökkum húðlit þrátt fyrir að skorta sólarljós 8 mánuði ársins. Þeir hafa öldum saman (kannski minna núna) fengið alveg ægilegt D-vit úr fæðunni sem kemur úr norðurhöfunum. Svo eru þeir farnir að blandast dönum og lýsast eitthvað af því sumir.
Gísli Ingvarsson, 1.9.2009 kl. 08:50
Ef maðurinn væri flekkóttur, röndóttur, skjöldóttur, bröndóttur.litföróttur eða mórauður?Blesóttur, sokkóttur, blettóttur,einlita, tvílita eða þrílita, hvað væri hann þá?
Jói (IP-tala skráð) 1.9.2009 kl. 21:25
SIGURLÍNA Rúllugardína Nýlendína Krúsimunda Eiríksdóttir Langsokkur?
Arnar Pálsson, 2.9.2009 kl. 08:41
En hvaðan koma þeir gulu?
V. Jóhannsson (IP-tala skráð) 2.9.2009 kl. 19:59
V.Jóhannsson
Ef þú ert að spyrja hvernig húð asísks fólks varð ljósari, þá virðist svarið vera það að tíðni annara gena sem tengjast húðlit breyttist í Asíu. Ég veit ekki hvort að það hafi verið vegna valþrýstings, t.d. vegna breyttrar fæðu eða minna sólarljóss, eða hvort að um sögulegan atburð hefur verið að ræða.
Saga lífveranna hefur heilmikið að segja um eiginleika þeirra og þróun.
Arnar Pálsson, 3.9.2009 kl. 09:12
argh, takk fyrir góða samantekt á heimildum þessarar fréttar. Lengi hefur maður pirrast út í hörmulegar vísindafréttir á íslenskunni...
Björn Leví Gunnarsson, 3.9.2009 kl. 18:18
Við erum öll af sama meiði en þó eru eiginleikar fólks örlítið mimunandi eftir heimshlutum. Hvað sem líður ofsóknum, kynþáttafordómum og þrælahaldi eru eiginleikar hvorki góðir né vondir.
Það sem fólk hefur til brunns að bera er bara nákvæmlega það sem til þurfti til í lífsbaráttunni á hverjum stað og sú glíma var ekki allstaðar sú sama að öllu leiti og þess vegna eru eiginleikar fólks eftir uppruna og búsetu ekki nákvæmlega eins.
Ég vona að ég verði ekki flokkaður sem rasisti að halda slíku fram en því miður hræða sporinn og ofsóknir vegna uppruna mega ekki endurtaka sig en mega þó ekki verða til þess að ekki megi fjalla um mun á fólki eftir uppruna.
Semsagt: Við erum öll afkomendur sigurvegara en glíman var bara ekki alveg sú sama allstaðar.
Benedikt Halldórsson, 3.9.2009 kl. 18:25
Sá munur sem er á milli kynþátta út af búsetuskilyrðum er nánast enginn miðað við þann mun sem er á fólki milli samfélagssvæða.
Það sem ég á við með þessu er að fólk af mismunandi kynþætti sem elst upp við sömu samfélagsaðstæður er tölfræðilega nákvæmlega eins samfélagslega þrátt fyrir líffræðilegan mismun.
Mannskepnan er líffræðilega byggð til þess að hafa fordóma. Fordómar eru ákveðin varnarviðbrögð við hinu óþekkta.
Eina leiðin til þess að "losna" við fordóma er að upplýsa og mennta þannig að ekkert sé óþekkt.
Smá dæmi:
Skipulagt hjónaband. Það að fólki sé skipað í hjónaband af foreldrum í gegnum einhvers konar samningaferli eða hvað er almennt illa séð á Íslandi. Reynum hins vegar að skilja þær aðstæður sem skipulögð hjónabönd verða til í.
Kunningi minn frá Bangladesh útskýrði fyrir mér hvernig fjölskyldan er ákveðin grunneining í Bangladesh. Fjölskyldan, og í raun fjölskyldurnar sem búa í nágreni við hvor aðra eru eina samfélagsnetið sem er þar að hafa. Það er því gríðarlega mikið mál fyrir fjölskylduna að "missa" eða "taka inn" nýjan fjölskyldumeðlim. Það er þannig eðlilegt að hjónaband sé mál fjölskyldunnar en ekki einstaklingsins.
Annar kunningi minn frá Afgahnistan hafði sömu sögu að segja en bætti við að í borgum og bæjum þá væri vægi fjölskyldunnar minni en til sveita og skipulögð hjónabönd væru mun sjaldgæfari í þéttbýli en dreifbýli.
... Við reynum að kenna fólki að þekkja fordóma með því að gangrýna eigin skoðanir .. stundum tekst það og stundum ekki. Raunveruleg dæmi er besta leiðin til þess að upplýsa en heimurinn er bara dálítið stór þannig að það er erfitt að segja allar sögur. Stundum verður maður að alhæfa og þar eru möguleikar á fordómum.
Björn Leví Gunnarsson, 3.9.2009 kl. 18:45
Ég vil þakka Birni Leví fyrir smá predikun um fordóma en þó fellur hann í gamlan pytt sjálfur. Jú, hann talar um kynþætti. Þótt ég haldi því fram að munur sé á fólki eftir búsetu og uppruna dytti mér aldrei í hug að tala um kynþætti. Þótt við séum sama fólkið, eitt mannkyn, er örlítill munur á okkur eftir uppruna. Reyndar er munurinn svo lítill að fráleitt er að flokka fólk í kynþætti út frá honum.
Flokkun í kynþætti ýtir undir fordóma.
Benedikt Halldórsson, 3.9.2009 kl. 21:40
Takk Björn og Benedikt fyrir skemmtilega umræðu.
Ég var mjög hrifin af orðalagi þínu Benedikt
Það sem ég vildi við þetta bæta, og hef kannski ekki lagt nægilega áherslu á hér að ofan, er að meðalgildi fyrir tiltekna eiginleika breytast í þróun. Meðalstærð gogganna breytist, eða meðal"brúnka" húðarinnar. Í stofninum munum við finna einstaklinga sem eru brúnari eða ljósari en meðaltalið. Ef við berum saman íslendinga og ítali, má vel finna íslendinga sem eru dekkri en meðal-ítalinn, og ítali sem eru ljósari en meðal-íslendingurinn.
Breytileikinn er það sem skiptir mestu máli. Og ef breytileiki í einhverjum eiginleika hefur áhrif á hæfni, munu vissar gerðir veljast úr, náttúrulega.
Eins og benedikt leggur áherslu á, er valþrýstingurinn mismunandi eftir löndum, sem leiðir til þess að það verður munur á íbúum landanna (að meðaltali!)
Björn, ég er sammála að
En ég get ekki alveg kvittað undir áhersluna í eftirfarandi setningu,
Það er orðalagið "til þess að" sem ég stranda á. Í þróunarfræði þá meðtökum við þá staðreynd að vissir eiginleikar nýtast lífverum til að leysa viss vandamál (tálkn nýtast til að taka upp súrefni úr vatni). En við leggjum áherslu á að slíkt er alltaf eftir á. Það er ekki eins og tálknin hafi orði til í upphafi "til þess að" nýtast sem súrefnisöflunarlíffæri. En ef til varð einhver vefur sem nýttist sem slíkur, þá hafi hann verið náttúrulega valinn í stofni lífvera.
Ef ég leyfi mér að umorða setninguna þína (vonandi ekki of tilgerðarlega), þá gætum við sagt að vissir líffræðilegir eiginleikar sem leiða til fordóma, gætu hafa nýst í samfélögum forfeðra okkar, kannski til að viðhalda einingu hópsins. Þannig að tilhneyging okkar til fordóma gæti verið arfleið sögu mannkyns og byggingu samfélaga.
Arnar Pálsson, 4.9.2009 kl. 10:33
Benedikt: Þú ert að bögga mig út af "semantics" ... tilgangslaust bull að rífast alltaf um ákveðinn skilning á bak við orð því að sá skilningur breytist hingað og þangað.
Í staðinn fyrir að áætla að ég leggi einhvers konar fordóma eða hvað þú nú gerir þegar ég segi "kynþáttur" ... reyndu að setja þig aðeins í mín spor miðað við hvað ég er að segja þarna annað.
Fólk varð einu sinni bilað þegar ég sagði "that jewish thing in the second world war" í staðinn fyrir að segja "holocaust" ... best að lemja jón af því að hann er ekki alveg jafn duglegur að muna orð og séra jón.
... gawd
Björn Leví Gunnarsson, 11.9.2009 kl. 17:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.