4.11.2009 | 16:11
Ó nei stökkbreyting
Það þýðir að það sé breytileiki í stofninum, og að breytileikinn sé arfgengur. Að auki standa veirurnar lyfjagjöf misjafnlega af sér. Hér er öllum forsendum náttúrulegs vals fullnægt.
1. Það er breytileiki,
2. breytileikinn erfist,
3. einstaklingar (veirur) eignast mismörg afkvæmi (fleir veirur)*,
4. að auki er barátta fyrir lífinu, sumir einstaklingar standa sig betur en aðrir.
Þar af leiðir vitum við að H1N1 mun þróast, vegna náttúrulegs vals. Við munum sjá önnur afbrigði, sum lyfjaþolin en líklega fleiri vægari einnig (sbr Svínahvað og hróp um úlf, Fljúgandi píanó veiran).
Þótt að sú tilgáta að Shiva hafi skapað svínaflensuna, eða aðrar samsæriskenningar séu vitanlega spennandi, þá höfum við hér einfalda skýringu á fyrirbærinu. Er ekki best að nota hana sem grundvöll að þróun lyfja gegn veirunni?
* Gunnar Th. Gunnarsson, benti á að það væri ekki til siðs að tala um afkvæmi veira. Liffræðingar þrasa um hvort veirur séu lífverur eða ekki. Er viðeigandi að tala um lífsferil veira eða ekki? Meira um þessa spurningu síðar.
Fyrsta tilfelli svínaflensu sem lyf virka ekki á | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt 5.11.2009 kl. 09:58 | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Athugasemdir
Las eitthverstaðar að 6-7 faldur dagskammtur(60mg) af C-vítamíni ætti að fyrirbyggja smit og að D-vítamín í æð ætti að virka betur en bóluefninn; það voru eitthverjir veirufræðingar sem fullyrtu þetta.
Kalikles, 4.11.2009 kl. 17:15
Það eru margskonar "töfralausnir" við H1N1 veirunni ræddar þessa dagana. Ég hef ekki séð neitt um vítamíninntöku sem vörn (sem dregur úr líkunum á sýkingu eða leiðir til mildari sýkingar).
Þessi flensa er ekkert það miklu hættulegri en okkar hefðbundna flensa, en hennar orðspor er mikilfenglegra. Við þekkjum þetta, fréttin sjálf er orðin frétt.
Arnar Pálsson, 4.11.2009 kl. 17:20
Já, það er margt á sveimi.
Hefur þú hlustað á þetta merkilega viðtal sem sagnfræðingurinn Edward Shorter for WGBH við einn af virtustu "veiru-prófessorum" heims, Dr. Maurice Hilleman. Það var aðeins sýnd ritskoðuð útgáfa af því á sínum tíma vegna viðkvæms innihaldsins, en hér er það óritskoðað, vægast sagt magnaður andskoti ef maðurinn er að segja hér rétt frá og vekur margar óþægilegar spurningar.
http://www.youtube.com/watch?v=edikv0zbAlU
SeeingRed, 4.11.2009 kl. 18:59
Hvenær fóru veirur að eignast afhvæmi??
Skrítið að erfðafræðingur láti svona út úr sér
Gunnar Th. Gunnarsson, 5.11.2009 kl. 01:29
Gunnar
Takk fyrir ábendinguna. Veirur geta af sér aðrar veirur.
Ég setti veirur í sviga við punkt 3, til að minna fólk á að einstaklingurinn í þessu dæmi er veira (hefði einnig átt að setja veiru í sviga fyrir aftan afkvæmi - og gefa nákvæmari útlistun neðanmáls - geri það hérmeð).
Arnar Pálsson, 5.11.2009 kl. 09:03
Hmm.. hélt það væri augljóst að það væri breytileiki i stofninum, veiran stökkbreytist jú úr því að vera svína flensa í það að vera svína og manna flensa.
Smá forvitinn, eru fleiri spendýr í 'hættu' af svínaflensunni? Hvað með náskylda ættingja eins og simpansa og górillur?
Og hvernig svarar maður einstaklingum eins og SeeingRed sem sjá samsæri í hverju horni? Ótrúlega margir samsæriskenningarsjúklingar á blog.is.
Arnar, 5.11.2009 kl. 09:58
Og þar kom svarið (eða hluti þess): Svínaflensa í köttum.
Arnar, 5.11.2009 kl. 10:25
Fín spurning og leit. Veirur geta hoppað á milli hýsla. H1N1 er náttúrlega líka blendingur, með bland litninga frá svínaflensu-, fuglaflensu- og mannaflensuveirum.
Arnar Pálsson, 5.11.2009 kl. 10:57
Arnar, ég er ekki sérfræðingur um veirur en tel mig þó vita að þær eignist hvorki afhvæmi né geti þau af sér á annan hátt. Veirur eru ekki lifandi fyrirbæri, í eiginlegum skilningi, eins og t.d. bakteríur. Hins vegar fjölgar þeim þegar "smituð" fruma eða hýslillin fjölgar/skiptir sér.
Gunnar Th. Gunnarsson, 5.11.2009 kl. 12:45
Það fer nú eftir því hvernig maður skilgreinir lífveru hvort að veirur teljist til þeirra eða ekki.
Veirum fjölgar ekki bara þegar fruman skiptir sér. Þær nota frumuna til að framleiða fleiri eintök af sér, yfirleitt þangað til fruman springur og þá sleppa enn fleiri veirur út í umhverfið.
Annað fyrirbæri sem er undir náttúrulega vali en við teljum ekki endilega lífverur eru stökklar í erfðamengjum.
Jóhannes (IP-tala skráð) 5.11.2009 kl. 12:58
Sæll
X smitast af H1N1 og nær fullum bata. Ef H1N1 stökkbreytist er X þá ónæm fyrir smiti?
Y fór í bólusetningu fyrir H1N1. Ef H1N1 stökkbreytist er Y ónæmur fyrir smiti?
Geta X og Y fengið stökkbreytt afbrigði veirunnar, þrátt fyrir smit og þrátt fyrir bólusetningu?
mbk HH
Halldóra Hjaltadóttir, 5.11.2009 kl. 14:16
"Og hvernig svarar maður einstaklingum eins og SeeingRed sem sjá samsæri í hverju horni?"
Arnar, hlustaðir þú á viðtalið? Það er erfitt að misskilja það sem Dr. Hillemann er að segja og hvað það þýðir, það er ekki eins og maðurinn sé eitthvað nobody í þessum málum.
SeeingRed, 5.11.2009 kl. 14:36
Halldóra
Það fer eftir stökkbreytingunni, og því hversu breiðvirkt bóluefnið er.
Það er mjög, mjög ólíklegt að ein stökkbreyting á veirunni leiði til þess að bóluefnið virki ekki.
Það er hins vegar mögulegt að ef margar breytingar verða, eða eins og inflúensuveirur gera, skipti á heilum litningum, að þá geti veiran sloppið undan bóluefni.
H1N1 varð einmitt til þannig, því gildir bóluefnið gegn "venjulegu" flensunni ekki gegn henni (og öfugt).
SeeingRed, ég gaf mér ekki tíma til að horfa á viðtalið, þar sem ég hef verið önnum kafinn við að undirbúa líffræðiráðstefnuna. Ég skal kíkja á þetta e. helgi.
Arnar Pálsson, 5.11.2009 kl. 18:41
Takk fyrir svarið
mbk
Halldóra Hjaltadóttir, 5.11.2009 kl. 20:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.