6.11.2009 | 07:30
Hestar og fléttur
Erfðamengi næstum tuttugu hryggdýra hafa nú verið raðgreind. Við sjáum mjög sterka hliðstæðu í gerð gena, samsetningu þeirra og erfðamengjanna milli allra þessara hryggdýra. Að auki þá getum við reiknað þróunartré út frá erfðamengjum þessara hryggdýra, og það tré er mjög áþekkt því tré sem við fengum út frá samanburði á svipgerð og beinabyggingu. Það staðfestir spá Charles Darwins, að ef þróunartréð er raunverulegt, þá ættu gögn af mismunandi tagi að styðja sama tré.
Raðgreining erfðamengja hófst fyrir rúmum áratug. Bakterían Haemophilus influenzae var raðgreind 1995 og fyrsti heilkjörnungurinn (gersveppurinn ástsæli) ári síðar. Erfðamengi ávaxtaflugunnar var fyrst kynnt árið 2000 og fjarskylds tvífætts ættingja hennar sem við könnumst við.
Hér er líffræðilegum fyrirbærum hampað, án nokkurar blygðunar.
Fyrsta íslenska erfðamengjaverkefnið sem snýst að heilkjörnungi verður rætt á líffræðiráðstefnunni í dag.
Erfðamengi hrossa rakið upp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Athugasemdir
Twilight = Ljósaskiptin, sem get annað hvort verið að birta eða dimma.
Rabbi (IP-tala skráð) 6.11.2009 kl. 14:02
Hver skrifar þessar fréttir hjá mbl.is? Legkökudýr? , er ekki nóg að skrifa spendýr? Hófdýr eru hestar asnar og skyld dýr. Geitur, nautgripir og vísundar eru klaufdýr hélt ég.
Snaevar (IP-tala skráð) 6.11.2009 kl. 15:25
Já verð að segja að aldrei fyrr hef ég hitt eða séð Legkökudýr. Það eru til letidýr en liggjandi köku hef ég ekki séð sem dýr. Ætla að nota þetta óspart hér eftir, enda brilljant orð.
Sindri Karl Sigurðsson, 6.11.2009 kl. 17:11
Það má til gamans geta þess að tveir íslenskir höfundar eru að þessari grein sem birtist í Science í gær. 6. höfundurinn er Freyja Imsland doktorsnemi við Uppsalaháskóla sem vann m.a. með mér rannsóknina á tvíkynja merinni. Hennar hlutur í greininni var að greina Leopard Complex locus (Supplymentary mynd S10) sem Freyja kallar hlébarðaflóka og útskýrir hvernig Lilla Gubben hennar Línu Langsokks fékk sinn sérstaka lit. Fjórði höfundur er svo Snævar Sigurðsson sem ég þekki reyndar ekki deili á en hann starfaði um tíma með Freyju við Uppsalaháskóla en er fluttur til Boston og stundar þar rannsóknir á hundaerfðafræði ásamt síðasta höfundi Science greinarinnar.
Sigríður Klara Böðvarsdóttir, 7.11.2009 kl. 08:44
Takk Sigríður fyrir nánari útlistun.
Ég þarf greinilega að kíkja betur á greinina (aukaskrárnar eru reyndar ekki aðgengilegar héðan frá Líffræðistofnun, en þið í Læknagarði hafið aðgang...?).
Það er gaman að sjá að Freyja hefur stimplað sig inn í hestahópinn í Uppsölum.
Arnar Pálsson, 9.11.2009 kl. 09:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.