Leita í fréttum mbl.is

Brjálaða býflugan frændi minn

Hér er aðallega fjallað um vísindaleg efni, af mismikilli visku og vandvirkni. Í þessu hliðarspori langar mig að kynna ykkur fyrir býflugunni frænda mínum, Agli Sæbjörnsyni.

Hann er listamaður, tónvalskur með afbrigðum og forvitnileg mannvera á flesta kanta.

Egill er foráttuduglegur piltur, sendi frá sér plötu í sumar hljóðritaða með einvalaliði (sjá borgina, á fésbók og Myspace.) opnaði sýningu í Hafnarhúsinu í fyrriviku (er meðal annars með myndir af tveimur veggjum að ræðast við, m.a. um laaaaaaaangan tíma) og gaf út bók.

WalltoWall_litilMyndin er af vef listasafns Íslands, tekin af Anu Vahtra.

Egill hefur komið fram í nokkrum viðtölum, á rás 1 og 2, og þriðja nóvember í kastljósinu þar sem hann náði að segja orðin "þú veist" allavega 12 sinnum.

Mæli eindregið með því að fólk hlýði á Crazy like a bee, sem Egill tók ásamt hljómsveitinni í kastljósi. Nánar um plötuna og hljómsveitina, sem er alveg fantagóð, á borgin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Pétursdóttir

Mér fannst Egill frændi flottur, eða á ég að segja skemmtilega Artý Fartý, í Kastljósinu.

Egill á ekki langt að sækja músíkina, Oddur afi ykkar var mikill músíkkant og söng vel. 

Ég fór með honum einu sinni í ferð með stjórnarfólki Mjólkursamsölunnar og Flóabúsins yfir Sprengisand og víðar. Þarna voru miklir söngmenn og gleði mikil.

Hólmfríður Pétursdóttir, 8.11.2009 kl. 18:03

2 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Áhugaverð fluga.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 8.11.2009 kl. 21:21

3 Smámynd: Arnar Pálsson

Hólmfríður,

það voru og eru ágætir söngmenn í ættleggnum. Ég sakna þess að fólk skuli ekki syngja meira saman, t.d. í ferðalögum eða samkomum.

Arnar Pálsson, 9.11.2009 kl. 09:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband