8.11.2009 | 17:37
Brjálaða býflugan frændi minn
Hér er aðallega fjallað um vísindaleg efni, af mismikilli visku og vandvirkni. Í þessu hliðarspori langar mig að kynna ykkur fyrir býflugunni frænda mínum, Agli Sæbjörnsyni.
Hann er listamaður, tónvalskur með afbrigðum og forvitnileg mannvera á flesta kanta.
Egill er foráttuduglegur piltur, sendi frá sér plötu í sumar hljóðritaða með einvalaliði (sjá borgina, á fésbók og Myspace.) opnaði sýningu í Hafnarhúsinu í fyrriviku (er meðal annars með myndir af tveimur veggjum að ræðast við, m.a. um laaaaaaaangan tíma) og gaf út bók.
Myndin er af vef listasafns Íslands, tekin af Anu Vahtra.
Egill hefur komið fram í nokkrum viðtölum, á rás 1 og 2, og þriðja nóvember í kastljósinu þar sem hann náði að segja orðin "þú veist" allavega 12 sinnum.
Mæli eindregið með því að fólk hlýði á Crazy like a bee, sem Egill tók ásamt hljómsveitinni í kastljósi. Nánar um plötuna og hljómsveitina, sem er alveg fantagóð, á borgin.
Meginflokkur: Dægurmál | Aukaflokkur: Froða og sápukúlur | Breytt 10.11.2009 kl. 13:21 | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Athugasemdir
Mér fannst Egill frændi flottur, eða á ég að segja skemmtilega Artý Fartý, í Kastljósinu.
Egill á ekki langt að sækja músíkina, Oddur afi ykkar var mikill músíkkant og söng vel.
Ég fór með honum einu sinni í ferð með stjórnarfólki Mjólkursamsölunnar og Flóabúsins yfir Sprengisand og víðar. Þarna voru miklir söngmenn og gleði mikil.
Hólmfríður Pétursdóttir, 8.11.2009 kl. 18:03
Áhugaverð fluga.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 8.11.2009 kl. 21:21
Hólmfríður,
það voru og eru ágætir söngmenn í ættleggnum. Ég sakna þess að fólk skuli ekki syngja meira saman, t.d. í ferðalögum eða samkomum.
Arnar Pálsson, 9.11.2009 kl. 09:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.