Leita í fréttum mbl.is

Málgleði tengd tjáningu gena

Meðal fólks finnast margskonar mál og talgallar. Ákveðin hópur málgalla er tilkomin vegna stökkbreytinga í FOXP2 geninu. FOXP2 er virkjað í heila og myndar prótín sem stjórnar tjáningu annara gena. Það er kallað genatjáning þegar RNA afrit er myndað eftir geni, og síðan prótín eftir RNA mótinu. Umritunarþættir (transcription factor) eins og FOXP2 stjórna því hvar og hvenær gen eru tjáð.

Þegar þróun FOXP2 er skoðuð kemur í ljós að prótínið er ótrúlega vel varðveitt, milli apa og músa munar aðeins einni amínósýru. Maðurinn er hér undanskilinn.

Það munar nefnilega tveimur amínósýrum á FOXP2 prótínin manna og simpansa. Báðar breytingarnar hafa orðið á ættlegg okkar, það er í forfeðrum okkar sem komnir eru af sameiginlegum forföður okkar og simpansa.

Eðlilega var sett fram sú tilgáta að þessar breytingar í FOXP2 í manninum tengdust okkar einstöku talhæfileikum og tjáningu. Mjög virkar rannsóknir hafa farið fram á geninu síðustu ár til að meta þessa tilgátu.

foxp2.jpgÍ Nature vikunnar kom út grein sem kannar áhrif FOXP2 í mönnum, og benda niðurstöðurnar eindregið til þess að þessar tvær breytingar hafi afdrifarík áhrif fyrir tjáningu margra gena í heila mannsins. Þannig að litlar breytingar í lykilgenum geta leitt til afdrifaríkra breytinga á eiginleikum lífvera. Myndin er úr greininni, af vef Nature.

Þess má einnig geta að hetjan okkar Zophonías O. Jónsson (Dr. Z í daglegu tali) er meðhöfundur á greininni. Hann var í rannsóknaleyfi í UCLA fyrir nokkrum árum og tók þátt í rannsóknavinnunni. Húrra fyrir honum.

Ítarefni:

Genevieve Konopka o.fl. Human-specific transcriptional regulation of CNS development genes by FOXP2 Nature 462, 213-217 (12 November 2009) | doi:10.1038/nature08549

Adam neanderthal og Eva sapiens

Ed Young Revisiting FOXP2 and the origins of language

Nicholas Wade í New York Times  Speech Gene Shows Its Bossy Nature

John Hawks Chimpanzee and human FOXP2 compared


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband