30.11.2009 | 17:30
Stórviðburðir í náttúrunni
Viðvörun, lifandi sjónvarpsefni kemur á skjáinn í kvöld. Alvöru raunveruleikaþáttur um stórviðburði í náttúrunni. Um er að ræða þáttaröð frá BBC um öfl náttúrunnar og hversu víðtæk áhrif þau hafa á lífríki og vistkerfi, jafnvel óraveg í burtu. Þulur er náttúrufræðingurinn og heiðursdoktorinn David Attenborough.
Fyrsti þátturinn verður sýndur kl. 20.15 og er titlaður leysingarnar miklu á vef RÚV. Hann fjallar um breytingar sem verða á lífríki heimskautasvæða með tilkomu vorsins, sbr. vef RÚV:
Þegar veturinn er loksins liðinn og sólin hækkar á lofti yfir norðurheimskautssvæðinu verða þar miklar sumarleysingar og undan hafísnum birtast eyjaklasi, sund og höf. Konungar ísbreiðunnar, hvítabirnirnir, eru nú í háska staddir þegar þeir komast ekki út á ísinn til veiða en refir, mjaldar, náhvalir og gríðarstórir fuglahópar njóta þess að sumarið stutta gerir norðurheimskautssvæðið að gósenlandi.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Athugasemdir
Góður þáttur sem allir horfðu á,meira að segja heimilis kötturinn horfði með miklum áhuga,sennilega óvarlegt að segja frá því verður kannski rukkaður um útvarpsgjald.
Ragnar Gunnlaugsson, 30.11.2009 kl. 21:55
Sammála, þetta var mjög flottur þáttur.
Myndatakan var sérstaklega áhrifarík, þetta hlýtur að hafa verið þolraun fyrir tökufólkið.
Arnar Pálsson, 1.12.2009 kl. 09:32
Hefur þetta ekki verið sýnt áður?
Sá reyndar ekki nema smá af þættinum, Náhvalina að synda eftir sprungunum í ísnum. En hef einhvern tíman áður séð þátt, með Attenborough, sem fjalaði einmitt um vor á norðurslóðum.
Kallinn er reyndar búinn að gera svo marga þætti að maður fer kannski að rugla þessu öllu saman.
Arnar, 1.12.2009 kl. 09:43
Kallinn var þulur í þessum þætti, handritið er unnið af fólki á BBC.
Vefsíða þáttaraðarinnar á BBC er merkilega veigalítil, en þar má þó finna nokkra tengla á myndbrot á Youtube.
Arnar Pálsson, 1.12.2009 kl. 09:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.