Leita í fréttum mbl.is

Frá stuttermabol til hundafata

Vísindamenn er svo sannarlega mannlegir, gera mistök, drýgja hetjudáðir, leggjast í þunglyndi, drykkju eða fara á karlafar, sumir leyfa stjórnmálaskoðunum að stýra sinni vinnu, aðrir giftast hugsjónum en aðrir selja sig fyrir skotsilfur.

Hér er ekki hugmyndin að ræða um breyskleika vísindamanna, en ég vill leggja áherslu á að jafnvel þótt að þó nokkrir vísindamenn hafi verið, séu og muni verða skíthælar þá þýðir það ekki að vísindin séu komin í þrot.

DogTshirtGSA

Við höfum rætt um hagsmunaárekstra vísindamanna, og mikilvægi þess að vísindamenn komi sér hjá kringumstæðum þar sem hagsmunir gætu skarast. Ef þú þiggur styrk frá Olís, ert þú þá heppilegur álitsgjafi um umhverfisáhrif bensínbifreiða?

En hvað þýðir það ef vísindamenn og samtök þeirra eru komnir í sölumennsku?

Ameríska erfðafræðifélagið (Genetic association of America  - GSA) er með nokkrar tylftir hluta til sölu á vefsíðu sinni, bolla, boli, músamottur og "auðvitað" hundaföt. Ég er vanur því að GSA gefi út tímaritið Genetics, sem fjallar um eins og nafnið gefur í skyn um erfðir, en ekki að félagið sé í gjafavörubransanum.

Vitanlega er ég sekur um skinhelgi, fyrir rúmri viku fannst mér ekkert eðlilegra en að auglýsa Darwin boli til sölu hér (sem nemendafélagið er að selja).

Púðar, ímyndið ykkur, þeir selja púðaver og smekki.

Ef íslensar stofnanir taka þetta upp, þá er Fenrisúlfurinn laus:

Hafró auglýsir - nýju þorsklaga púðarnir tilvaldir í jólapakkann.

Keldur auglýsa - sníkjudýrakönnurnar vinsælu eru komnar aftur.

Læknadeild tilkynnir, barnakrufningarsettin komin - (kennið barni ykkar að kryfa).

DNA orkukristallar eru komnir í búðir, nú með sinnepsbragði - Líffræðistofnun HÍ.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir skemmtilegt blogg.

Þetta er auðvitað sérstaklega bandarískt að vera með svona dót til sölu, og held ég bara skemmtileg aukabúgrein, enda varla hægt að græða mikið á þessu. Ég væri alveg til í að eignast barnakrufningarsett frá læknadeild, ég hef séð svipað dót á vísindasafni hérna í USA!

Ég var að rekast á pistil þinn frá 13 nóv um mistök háskólaráðs varðandi matskerfið. Gerðist eitthvað meira? náðust nóga margar undirskriftir til að hreyfa við málinu? Alveg ótrúlegt að þeir sem setja saman i svona reglur geri sér ekki grein fyrir vægi höfunda á fjölhöfundagreinum geti verið mjög mismunandi. Sennilega væri best að hver deild væri með sínar útgáfur af þessum reglum þar sem sérsviðin hafa mismunandi birtingarreglur. Við læknadeild Uppsala háskóla fékk fyrsti höfundur 40%, síðasti höfundur 40% og aðrir meðhöfundar skiptu rest sín á milli. (man ekki alveg nákvæmlega tölurnar).

Kveðja

Snævar

Snævar Sigurðsson (IP-tala skráð) 7.12.2009 kl. 18:26

2 identicon

Það er margt vitlausara en að markaðssetja líffræðina, enda hugsa ég að það væri bara nokkuð kósý að horfa á David Attenborough með þorskpúða við bakið og skötuteppi yfir sér.

Þóra Geirlaug (IP-tala skráð) 7.12.2009 kl. 18:52

3 Smámynd: Kama Sutra

Flest af þessu er nú bara krúttlegt.

Ég hef þó mín mörk eins og flestir aðrir.  T. d. myndi ég hugsanlega missa lystina á kaffinu mínu ef ég þyrfti að drekka það úr sníkjudýrakönnu.   Kaffið mitt bragðast betur úr kisukönnu...

Kama Sutra, 7.12.2009 kl. 19:23

4 Smámynd: Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)

Mér finnst nú í góðu lagi að þú skyldir hafa auglýst bolina til sölu. Þetta eru hrikalega flottir bolir og það er nú ekki eins og þú sért að nota vísindaþekkinguna til að selja eitthvað í því tilviki. Sárasaklausir bolir, notaðir til að afla fjár.

Mér finnst líka í góðu lagi ef vísindastofnanir færu að selja könnur, púða eða eitthvað slíkt dóterí til að afla fjár. Þetta liti öðru vísi út ef verið væri að nota vísindin til að selja vítamín, fæðubótaefni eða eitthvað í þeim dúr. 

Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is), 7.12.2009 kl. 23:28

5 Smámynd: Arnar

Það er nú lítil hætta á hagsmunaárekstrum í þessum merkjavöru business vísindamanna/fræðimanna.  Kannski helst ef þú ættir að fara að mæla með því hvaða bolir væru bestir :)

Arnar, 8.12.2009 kl. 10:48

6 Smámynd: Arnar Pálsson

Snævar

Takk fyrir innlitið. Ég verð að viðurkenna að ég hef ekki fylgst meira með umræðu um matskerfið. Mér finnst ekki líklegt að háskólaráð breyti ákvörðun sinni, nema til komi einhverjar aðgerðir að hálfu raunvísindafólks. Spurningin er hvers konar aðgerðir henta best til að sannfæra háskólaráð?

Þóra Geirlaug.

Vinur minn í Ameríku átti laxapúða (í super size auðvitað), held þeir fáist í K-mart eða Pier one.

Kama Sutra.

Óvenjuleg viðkvæmni hjá þér, sníkjudýr eru lítil, slímug og með svipur. Eru það ekki ljómandi meðmæli?

Stjarna.

Mér finnst þetta vera að nálgast mörkin, en vitanlega eru mörkin stórt grátt svæði.

Vísindalega útlítandi fólk, gröf, stikkorð og frasar eru notuð til að selja fóður og fæðibótaefni. Við verðum að vera vakandi fyrir slíkri misnotkun.

Arnar Pálsson, 8.12.2009 kl. 10:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband