11.12.2009 | 11:17
Mildari en áður var talið
Viðvörun: Ég reyni yfirleitt að hafa pistlana stutta og markvissa en kaus nú að setja nokkra punkta saman í einn langhund.
Greint var frá því nú í vikunni að dánartíðni af völdum H1N1 (svínaflensu) er lægri en talið var (um 26 af hverjum 100000 sem sýkjast deyja). Þetta er lægra en talið var.
Svínaflensan hefur náð athygli fréttamanna og þar af leiðandi fólks. Það hefur gætt ákveðinnar hjarðhugsunar hjá blaðamönnum, þeir tína upp allar fréttir af svínaflensu, því ýktari því prentvænni.
Þetta er greinilega veikleiki fjölmiðlunar. Annað birtingarform er ofuráhersla á losun kolefnis í umræðu um umhverfismál (í umhverfismálum skipta vígstöðvarnar þúsundum, frá verndun óspilltrar nátturu, vatnsvernd, rykmengun, endurvinnslu, verndun sjávar, losun ósoneyðandi efna o.frv.). Því miður er það eðli frétta (eða eðli fólks) að slæmar fréttir ferðast víðar en góðar fréttir. Það gildir einu hvort fréttirnar séu rangar eða réttar. Nýlegt dæmi um slæma frétt sem reyndist röng var sú fullyrðing the Sunday Express að bólsetning við HPV hefði leitt til krabbameins (Jabs “as bad as the cancer”). Sú frétt var bull, en leiðréttingin fékk ekki nærri jafn mikla lesningu og upprunalega slæma fréttin (And now, nerd news).
Hér höfum við rætt líffræði H1N1 veirunnar, (t.d. mikilvægi þess að rannsaka nýjar pestir Svínahvað og hróp um úlf, Fljúgandi píanó veiran), og þróun veirunnar, sem MUN breytast vegna stökkbreytinga (Ó nei stökkbreyting) og aðlagast mannkyninu (líklegast er að veiran verði vægari eftir því sem á líður). Inflúensu veirur stunda nefnilega einhvers konar kynæxlun, þegar tvær útgáfur af veirunni sýkja sömu frumur getur orðið endurröðun á erfðaefni og nýjar samsetningar orðið ti. Víkjum aftur að líffræði H1Ni síðar.
Svínaflensan hefur einnig náð athygli fólks sem hefur efasemdir um notagildi bólusetninga almennt, þeirra sem halda að veirur séu framleiddar af lyfjafyrirtækjum, manna sem efast um hefðbundin læknavísindi í heild sinni og fólks sem trúir því að bandaríkjaher vilji setja örflögur inní fólk og fylgjast með því. Hér skal tekið fram að þetta er misleitur hópur, t.d. eru samsæriskenningarnar margvíslegar og fjölbreyttar (sjá t.d. athugasemdir við Bólusetningamýtur á visindin.is).
Sumir víla ekki fyrir sér að hvetja aðra til að bólusetja ekki börnin sín. Þetta virkar á mig sem "AIDS-denialism" sem Thabo Mbeki predikaði í Suður-Afríku (forseti landsins trúði því ekki að HIV veiran ylli alnæmi og sannfærði fólk um að hætta á lyfjum, sem er talið hafa leitt til dauða 300000 manns).
En inn á milli leynast góðir punktar. Í athugasemdum við Bólusetningamýtur á visindin.is var Magus að velta fyrir sér samsæriskenningu:
Nu gaetu sumir haldid ad thad gaeti verid haettulegt ad throa virusa til ad finna boluefni gegn theim. -Gaeti ekki ordid slys og virusanrnir sloppid og valdid faraldri? (Eins og hefdi getad gerst med Baxter i fyrra).......Med thad i huga, tha nefni eg ad Miltisbrandsfaraldurinn i Bna 2001 gerdist einmitt thannig....slapp af herstod hja theim.
SKildirdu thu ekki hvad eg er ad fara? Fyrst eru virusarnir hannadir, og stuttu seinna haetta a faraldri....
Við skiptumst á nokkrum athugasemdum, ég svaraði meðal annars
Ég held að við deilum tortryggni á starfsemi stórra fyrirtækja, en ég er samt ekki tilbúinn að gleypa allar tilgátur um samsæri sem stungið er upp á.
....
Fyrirtækin og vísindamennirnir sem þróa bóluefni er í stanslausu vígbúnaðarkapphlaupi við veirurnar. Þú veist ekki hvaða stökkbreytingar verða á veirunni, eða hvort einhverjar gerðir endurraðist og myndi nýjar útgáfur (eins og svínaflensuveiruna).
Fyrirtækin verða því að vera á nálunum, safna veirum inn á tilraunastofuna og fylgjast náið með nýjum veirum sem koma upp.
Það er hægt að rekja uppruna veira með því að skoða erfðabreytileika í þeim og stundum mun í fjölda gena.
Ég hef aldrei séð nein gögn sem sýna að svínaflensan sé upprunin á tilraunastofu.
Þá benti Magus mér á grein sem miðaði að því að meta tilgátur um uppruna H1N1.
From where did the 2009 'swine-origin' influenza A virus (H1N1) emerge? Adrian J Gibbs , John S Armstrong and Jean C Downie Virology Journal 2009, 6:207doi:10.1186/1743-422X-6-207 Published: 24 November 2009 Abstract (provisional)
Gibbs og félagar skoða gen svínaflensuveirunnar og bera saman við raðir sem finnast í gagnagrunnum. Þeir byggja sem sagt þróunartré fyrir hina mismunandi hluta erfðamengisveirunnar (sjá t.d. mynd hér til hliðar - Mynd 1 í greininni).
Þeir ræða nokkrar tilgátur um uppruna veirunnar, i) að þær séu afurð endurröðunar þriggja veira í nátturunni og ii) að veiran hafi orðið til á tilraunastofu og sloppið út. Með orðum Gibb og félaga...
Með hliðsjón af þeim gögnum sem fyrir liggja er ekki mögulegt að skilja á milli þessara tilgáta. Það eru nokkur dæmi um að veirur sleppi út af tilraunastofum, og það er mýmörg dæmi um veirur sem verða til náttúrulega.
Two contrasting possibilities have been described and discussed in this commentary, but more data are needed to distinguish between them. It would be especially valuable to have gene sequences of isolates filling the time and phylogenetic gap between those of S-OIV and those closest to it.
Dómurinn er semsagt ennþá úti varðandi uppruna H1N1. Mér finnst ólíklegt að veiran hafi orðið til á tilraunastofu, og sérstaklega ólíklegt að eitthvað fyriræki hafi hannað veiruna og sleppt henni síðan í gróðaskyni.
Það hlýtur að vera erfitt fyrir leikmenn að greina á milli raunverulegra og mistúlkaðra pistla og athugasemda í bloggi, á fésbókinni eða Twitter. Þess vegna skiptir máli að kenna vísindalæsi, og að fréttamiðlar ráði fólk sem kann að miðla ekki bara niðurstöðum vísindarannsókna heldur sem kynni fólk einnig fyrir aðferð og heimspeki vísinda. Fréttamiðlar sem standa sig vel á þessi svið ávinna sér traust og fólk getur leitað til þeirra um áreiðanlegar upplýsingar.
Þekkingarleitin er meiriháttar ævintýri, á slóðir hins ókunna og framandi, og aðferð vísinda hjálpar okkur að vega og meta tilgátur og útskýringar á fyrirbærum...eins og uppruna H1N1.
Ítarefni
Sarah Boseley Swine flu pandemic 'less lethal than expected' the Guardian 10. des. 2009.
Sarah Boseley Mbeki Aids denial 'caused 300,000 deaths' the Guardian 26. nóv. 2009
Bólusett á ný í næstu viku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 12:08 | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Athugasemdir
Heyr heyr. Frábær pistill. Einn stærsti gallinn við internetið er hversu auðvelt er að nálgast "staðfestingar" á hvaða hugmyndum sem er, sama hversu galnar þær eru. Samsæriskenningarnar um bólusetningarnar eru af þessum meiði og því miður virðist það færast í aukana að fólk gleypir við þessu.
Þess vegna eru lokaorð pistilsins eins og töluð úr mínu hjarta. Vísindin eru meiriháttar ævintýri. Því fleiri sem geta upplifað það ævintýri, því betra.
- Sævar
Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is), 11.12.2009 kl. 13:02
Verð að hrósa þér fyrir góða færslu, það verður að viðurkennast að þetta er ein af fyrstu gáfulegu færslunum sem ég sé varðandi H1N1.
Því miður þá sér maður endalaust af rugli varðandi þessi mál. Í mörgum tilfellum neitar fólk algjörlega að hlusta á útskýringar varðandi hvað hefur verið vísindalega sannað og hvað eru engar sannanir fyrir(fólk er oftast heitara fyrir því síðara).
Ein leiðinlega útbreidd skoðun meðal margra sem blogga um influenzu tengdar fréttir á mbl er að bóluefnið geri ekkert nema slæmt, sé verri en flensan, valdi einhverfu og jafnvel út í að menn hafi talað um að hún valdi hermannaveiki.
Ég er enginn sérfræðingur um influenzu en hef þó verið að lesa aðeins af greinum um hana upp á síðkastið fyrir verkefni sem ég er að vinna að (hef aðalega skoðað faraldurfræðilega model fyrir hana, klassísku SIR með viðbótum og svo út í HMM módel og alveg út í áhugaverða hluti sem google eru að vinna að).
Eftir þennan lestur finnst mér ennþá sorglegra en áður að sjá þann gríðarlega misskylning sem er í gangi varðandi influenzuna
Ég er því fyllilega sammála þér með að vísindalæsi er eitthvað sem mætti bæta töluvert
Jon Ingi Sveinbjornsson (IP-tala skráð) 11.12.2009 kl. 22:57
God faersla.....
1) "Dómurinn er semsagt ennþá úti varðandi uppruna H1N1. Mér finnst ólíklegt að veiran hafi orðið til á tilraunastofu, og sérstaklega ólíklegt að eitthvað fyriræki hafi hannað veiruna og sleppt henni síðan í gróðaskyni."
- Eg spurdi hvort SLYS hafi att stad, med thad i huga ad thad eru fordaemi fyrir svona slysum, thar a medal Baxter, og svo daemid med miltisbrandinn. Fyrst vid hofum fordaemi fyrir thvi ad Baxter hafi lent i slysi, og ad thad hafi verid thaggad nidur, (-Thad var einn frettamidill sem birti grein a netinu um slysid i Evropu, i Kanada, thar til frettin var var tekin af netinu nokkrum timum eda dogum seinna. Thad voru bloggarar sem hofdu sed frettina, og notad copy-paste taeknina, sem sau til thess ad thetta frettist.) er ekki moguleiki ad annad slys hafi ordid, og thad lika thaggad nidur? Eins og eg benti a, tha er Baxter ju med adstodu thar sem svinaflensan kom upp.
2) Samkvaemt mer, tha er grodavonin hja Baxter i thvi ad geta notad adstodu sina hja WHO til thess ad "hypa" hversu haettuleg flensan er, og svo hve naudsynlegt boluefni theirra er. Benti m.a. a frettina um thad ad innan vid 5% theirra sem voru skradir med svinaflensa i USA, voru raunveruleg med flensuna. - Farid eftir talningar-leikreglum fra WHO.....
Ekki gleyma gagnryninni a WHO/Baxter Inc + einhlida frettir
3) Sma spurning: Nu birtast frettir af thvi ad flensan i akvednum londum sje ad stokkbreytast i haettulegra afbrigdi, sem likist flensunni 1918, og tha talad um skemmdir a lungum a annad....
Getur verid ad skrattin sje farinn ad likjast ommu sinni?
Eg hef bent a ad thessar flensu-bolefna tilraunir ma rekja til thess ad visindamadur fra USA endurlifgadi Virusinn fra 1918(i Alaska), 1990-og eitthvad. Lagabokstafnum um efnavopn var breytt a sama tima til ad leyfa raektun/throun a thessum virus(sem og odrum), til ad geta framleitt boluefni. (thetta eru lifraen efnavopn)
Getur su stadreynd ad virusinn er nu ad likjast 1918-flensunni styrkt kenningar thess efnis ad uppruni svinaflensunnar sje i 1918? Eda er thad enn ein tilviljunin?
4) Nu voru fair sem vildu trua thvi ad miltisbradurinn 2001 hafi komid fra herstod in US, thar til FBI tilkynnti thad a frettafundi 2007 eda 2008.(Rannsoknir sem stadfestu thad voru til fra 2002, og eg las eina slika 2004, en thad var thaggad nidur i 6 eda 7 ar)Er erfidara ad trua thvi ad Baxter, med alla sina skitasogu, hafi lent i slysi, en einhver top-secret rannsoknarstofa a vegum hersins?
magus (IP-tala skráð) 13.12.2009 kl. 05:19
Sævar
Takk fyrir hvatninguna. Vonandi erum við ekki bara bláeygir og saklausir!
Jón Ingi
Það væri gaman að heyra meira um þessi faraldsfræðilegu líkön. Því miður virðast rangfærslur og lygar ferðast greiðlega um veröldina. Þetta er auðvitað ekki nýtt vandamál, við þekkjum öll söguna, og það hvernig heilu þjóðirnar og álfurnar sátu fastar í viðjum heimsmyndar sem kóngar og prestar skálduðu upp.
Magus
Takk kærlega fyrir innlitið og vandaða athugasemd.
1) Það er vitanlega möguleiki að veirur hafi sloppið út frá rannsóknarstofu Baxters í Mexíkó og að það sé uppruni veirunnar. Eins og Gibbs og félagar segja þarf að taka fleiri sýni úr "náttúrunni" og auðvitað einnig af þeim tilraunastofum sem vinna með þessar veirur. Ég held að það væri mjög erfitt að fela þróunarlegan uppruna slíkrar veiru.
2) Varðandi hagsmuna-árekstra WHO og Baxters, þá er ég alveg sammála um að þar þarf WHO að taka til hendinni. Þetta er fjarri því að vera auðvelt mál, en það þarf að loka leiðum fyrir fyrirtæki til að hafa áhrif á heilbrigðisstofnanir. Einkavæðing slíkra stofnanna eða samþætting við fyrirtæki kann ekki góðri lukku að stýra. Fjársvelti og breytingar á vinnureglum hafa farið illa með góðar stofnanir, eins og FDA.
3) Við höfum aðeins tekist á við þessa spurningu, um það hvort að ein stökkbreyting í veirunni og verði svæsnari (Ó nei stökkbreyting).
Ef einkennin líkjast 1918 flensunni þá er það líklegast vegna samhliða þróunar. Uppruni DNA bútanna (sbr Gibbs) sýnir að veirunnar eiga sér nýlega ættingja, en hópast ekki með 1918 veirunni.
Samhliða þróun getur gerst bæði í sameindum (byggingu prótína) og útliti (t.d. verða flestar lífverur straumlínulaga eftir að hafa lifað nægilega margar kynslóðir í vatni - vegna náttúrulegs vals fyrir minni mótstöðu).
4) Slys geta alltaf gerst, sbr miltisbrandurinn 2001. Það sem þú kallar að þagga niður, er að mínu viti dæmi um það hvernig hópvitundin þarfnast stöðugleika. Í heiminum í dag eru sífellt að koma tíðindi um það hvernig það sem við "vitum" er ekki þannig. Það hlýtur að vera gríðarlegt álag á fólk, sem þróaðist við þær aðstæður að það þurfti að vita um vetur-sumar, rætur-kanínur-ljón, og kannski hvernig ætti að koma hinu kyninu í gang og svæfa börn.
Nú til dags er fólk að átta sig á því að heimurinn er alls EKKI stöðugur, allt er breytingum undirorpið. Það legst misjafnlega vel í fólk. Mér finnst það stórkostlegt, breytingar eru æðislegar, tilviljun skiptir máli og þrautsegja einnig.
Mér finnst eins og þú sért að tína til nokkur dæmi sem gætu öll bent í sömu átt. Þú talar um að það sé "enn ein tilviljunin". Tilviljanir eru alltaf að gerst, þú getur fengið 5 tilfelli ristilkrabba í sömu götu yfir 3 ára tímabil...bara vegna tilviljunar. Það er ekki sönnun fyrir því að 15 metra loftnetið sem Búlgarski nágranni minn reisti sé að senda út örbylgjur til að drepa alla Íslendinga!
Það er vissulega möguleiki að H1N1 veiran hafi sloppið út frá Baxter, en ég þarf frekari sannana við.
Arnar Pálsson, 15.12.2009 kl. 11:34
1. "Enn ein tilviljunin": a)Eg er ekki ad benda a "einhver random daemi". EG spyr hvort Baxter hafi hugsanlega lent AFTUR i slysi? Thvi fyrirtaekid a ju FERIL ad baki, m.a. vardandi flesnubolefni i Evropu. Sama fyrirtaekid - sama vandamal.
b) "vandamalin" hofust eftir ad tilraunir eru hafnar med boluefni: Fikt med miltisbrand= endadi med slysi sem hefda getad ordid meirihattar faraldur. Fikt med fugla- og svina-flesnur til ad gera boluefni= endadi med slysi lika? (tilviljun?)
c) rannsoknir/tilraunir a thessum flensum til ad hanna boluefni flokkast undir "lifraen efnavopn", samkvaemt althjoda vopnasamningum. Hvers vegna var thetta bannad? Hver er haettan?
Getur verid ad thetta aetti ad banna aftur? Er tilviljun ad thessar tilraunir eru leyfdar - og svo stuttu seinna byrja faraldarar ad herja a heiminn, fuglaflensa, svinaflesna. mitlisbrandurinn...? Timasetningin...
d) thaggad nidur: miltisbrandmalid var nu klarlega thaggad nidur, thvi faraldurinn var notadur til thess ad fara i strid vid Afganistan og til thess ad koma Patriot-Act gegnum thingid. Hefdi verid helviti othaegilegt fyrir Bush og felaga ef thad hefdi komist ut ad efnid kom fra theirra eiginn her! Thad hefdi lika orugglega vakid upp spurningar um thessar tilraunir, og hve skynsamlegar thaer eru. Thetta var svo kjanalegt= stjornvold voru med heraefingu i gangi, sem gekk ut a ymindadan miltisbrandsfaraldur...en a medan aefingunni stod tha gerist slysid.
e) Thaggad nidur - Var ekki BAxter-hneykslid thaggad nidur? Eg meina var thetta ekkert frettnaemt? Hvers vegna komst fyrirtaekid upp med thetta, an thess ad thad hefdi ahrif a stodu thess hja WHO? Er thad tilviljun?
f) WHO/Baxter - yktu flensutolurnar i USA, bara 20-faldur munur....er thad tilviljun?
Bye the way, adur enn eg gleymi: Opinbera skyring FBI a miltisbrandinum er su ad thad hafi verid einn visindamadur ad verki, sem hafi gert thetta til ad vekja athygli a draemu frambodi af boluefnum! (Auglysing fyrir lyfjafyrirtaekin). Honum thotti sem sagt Kanar ekki bolusetja sig naegilega mikid, og akvad, rett eftir 9/11, ad dreifa miltisbrandi um landid, til ad vekja athygli a thessu mali! (Ad visu tha hafa samstarfmenn hans, sem og fjolskylda visad thessu a bug, en thad er annad mal..)
Audvitad er vel mogulegt ad flensan hafi verid buin til og sloppid, hvort sem thad var fyrir slysni eda ekki.....thad er verid ad throa thessa virusa einmitt til ad throa boluefni, og thegar fyrirtaeki eins og Baxter a i hlut, tha er vodinn vis...
Thetta a ad vera haegt ad raeda i rolegheitunum an thess ad vera kalladur geimverufraedingur eda eitthvad slikt.
Held ad vid seum alveg sammala um Baxter/WHO, en spuringin er hvort eitthvad verdur gert i thessu? Hvar er pressan?
Hverjir eru ad "hengja Baxter/WHO upp a vegg"?
Hvar er frettaflutningurinn/rannsoknarbladamennskan?
magus (IP-tala skráð) 16.12.2009 kl. 04:57
Magus
Vandamálin byrjuðu ekki með tilraunum. Vandamálin eru veirur sem hafa herjað á menn og önnur hryggdýr í allavega 300 hundrað milljón ár. Við erum ein tegunda fær um að rannsaka þær pestir sem á okkur (og hin dýrin) herja.
Mér finnst mjög slæm hugmynd að fórna rannsóknum á veirum fyrir mjög litla (næstum óraunverulega) hættu af slysi af þeim toga sem þú ræðir um.
Það sem þú kallar að þagga niður...
Ég bjó í Ameríku árið 2001 og það þurfti ekki miltisbrand til að USA færi í stríð við Afganistan. Með því að leggja ofuráherslu á svona fyrirbæri (atburði) þá grefur þú undan málflutningi þínum (einnig með umræðunni um miltisbrands-dreifarann).
Magus
Það voru mistök af minni hálfu að flokka þig með þeim samsæriskenningamönnum sem virðast enga virðingu virðast bera fyrir staðreyndum. Samt finnst mér þú stundum gera mikið úr möguleikum sem eru afskaplega ólíklegir.
Tilviljanir eru alltaf að gerast, eldingar munu einhvern tímann ljósta sama manninn þrjá daga í röð, og hann mun lifa þær allar. Það þýðir ekki að hann sé blessaður/bölvaður/eða fjandanum óheppnari, bara að samskonar tilviljanir gerast stundum þrjá daga í röð.
Mæli með frábærri umræðu um "reglulegar" tilviljanir í The drunkards walk eftir Leonard Mlodinow.
Þetta er einmitt mín spurning. Pressan hefur takmarkaðan áhuga á raunveruleikanum, mestan á því að selja blöð og vekja upp umræðu/skemmta fólki. Við erum nú einu sinni slúðrandi apinn.
Arnar Pálsson, 21.12.2009 kl. 12:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.