16.12.2009 | 14:34
Sannleikurinn um þróun, ala laukurinn
Þrír virtir líffræðingar, og strákurinn úr "growing pains" fjalla um þróun.
Þetta minnir mig á atriði í The man of the year, þar sem spaugari sem Robin Williams leikur verður allt í einu forseti Bandaríkjanna.
Í einu atriðinu er verið að ræða Kastljós, þátt þar sem tveir aðillar eru fengnir inn til að ræða um eitthvað málefni. Ein persónan í myndinni segist ekki þola slíka þætti af því að í slíkum þáttum er báðum gert jafn hátt undir höfði, söguprófessornum og geðsjúklingnum sem dettur í hug að afneita helförinni.
Stundum leika fjölmiðlamenn þennan leik, lyfta undir sögusagnir eða halda uppi orðspori fólks sem er hreinlega ekki með báða fætur á jörðinni.
Fjölmiðlamenn verða að búa að grundvallarþekkingu um raunveruleikann. Það er freistandi að feta sanngirnisstíg milli ólíkra skoðanna, en það má ekki kasta rýrð á þekkt lögmál og staðreyndir. Þyngdaraflið er lögmál, þróun er lögmál, maðurinn er að rústa umhverfinu og sjúkdómar verða ekki læknaðir með milljarðafalldri þynningu á hrossataði.
Myndin er forsíða á lesbók lauksins, sem hittir stundum í mark.
Að auki vill ég benda á að í lauknum eru síðustu 4,5 milljarða ára gerð upp (ekki bara 2009), í frábærri 10 punkta syrpu. Nokkur sýnishorn.
Sumerians Look On In Confusion As Christian God Creates World
Dinosaurs Sadly Extinct Before Invention Of Bazooka
Rat-Shit-Covered Physicians Baffled By Spread Of Black Plague
New 'War' Enables Mankind To Resolve Disagreements
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkur: Froða og sápukúlur | Breytt s.d. kl. 14:38 | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Athugasemdir
Þetta er einmitt ástæðan fyrir því að margir vilja ekki rökræða við sköpunarsinna. Fyrir utan að það þýðir ekki og skilar engum árangri þá taka þeir því sem ákveðni viðurkenningu á málstaðnum.+
Úttektin á Sumerunum vs. biblíuleg sköpun var mjög skemmtileg, svo og uppgötvun eldsins.
Arnar, 16.12.2009 kl. 15:05
Arnar
Sköpunarsinnar voru mér einmitt ofarlega í huga.
Sagan af Súmerunum er ágæt.
Eini gallinn við laukinn er hversu harðneskjulegur húmorinn er stundum, maður grettir sig og hlær í senn, með magapínu af samviskubiti og andlegri kvöl.
Industrial Revolution Provides Millions Of Out-Of-Work Children With Jobs
Nation Shocked By Pre-Natal Shooting
Woman Domesticated
Arnar Pálsson, 16.12.2009 kl. 15:35
Grunaði það þar sem Kirk Cameron er einn helsti PCS (Poster boy for Creationist Stupidity) eftir að VenomfangX nokkur hvarf af Youtube. Hann er reyndar einnig þekktur sem Bananaman's Sidekick.
Þarf greinilega að fara að lesa Laukin oftar, Woman Domesticated greinin er hreint út sagt stórkostleg.
Arnar, 16.12.2009 kl. 15:54
Annar syndastaður á netinu
Suður Afrískur húmor, einnig kaldranalegur á köflum, alltaf bonsúr:
Paris Hilton enters climate change debate, accepts blame for 'global hotness'
Arnar Pálsson, 16.12.2009 kl. 17:08
Sem er
http://www.hayibo.com
Arnar Pálsson, 16.12.2009 kl. 17:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.