Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2010

Varúð, ekki prufa þetta sjálf

Jarðhnetuofnæmi getur verið reglulega alvarlegt.

Því er ekki hægt að mæla með því að fólk reyni að endurtaka þessa tilraun á sjálfum sér, eða börnum sínum*.

Mbl.is, sem venjulega þýðir fréttir erlendra miðla af kappi ef ekki kunnáttusemi, fannst ekki tilefni til að þýða þennan varnagla.

Peanut allergies tackled in largest ever trial var titill fréttarinnar í BBC, og lauk henni með þessum orðum:

The researchers believe a treatment could be available within two to three years.

But they warned against people attempting their own trials at home.

Það væri reglulega gaman ef þetta tækist, sérstaklega þar sem meðhöndlunin væri mjög einföld (kannski er þess vegna sem lyfjarisarnir sýna þessu takmarkaðan áhuga).

Púkinn á öxl minni hefur samt sínar efasemdir. Honum finnst fréttin spenna boga eftirvæntinga, og að hún geti þar með vakið falskar vonir.

Engillinn (já eða hinn púkinn - ég er aldrei alveg viss), á hinni öxlinni segir að á hinn bóginn sé þetta frábært. Þá sjái fólk hvernig vísindin gangi fyrir sig. Tilgátur séu settar fram, þær prófaðar, og tilraunadýrin fá ekki að vita hvort þau séu í viðmiðunarhóp eða tilraunahóp. 

Altént, kannski er þetta leiðin til að "þjálfa ónæmiskerfið". Spurning hversu lengi við þurfum að bíða eftir því að nýaldarliði tileinki sér það slagorð til að selja hvort öðru spírað korn á yfirverði. 

*það má gera næstum allt við foreldra samt sem áður!
mbl.is Leita lækningar við hnetuofnæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ráðgáta

Næringarfræði er ein erfiðasta fræðigrein sem til er. Það er svo erfitt að framkvæma stýrðar tilraunir, það vita allir sem hafa reynt að telja baunir ofan í börnin sín. Mjög nákvæmar rannsóknir eru nauðsynlegar til að meta áhrif fæðuflokka, fæðubótaefna sem og lyfja.

Kosturinn við tilraunir á lyfjum er að fólk sér ekki á pilluni hvort hún sé með "virka" efnið eða ekki. Hins vegar lætur enginn heilvita maður/barn ljúga að sér að baunir séu í raun kókópuffs í Hulk búningi.

Samt sem áður er enginn hörgull á fólki sem talar af mikilli sannfæringu um rétt matarræði og töframeðlæti, hollar bökur og kraftaverka drykki.

Mér kemur í huga kvikmynd sem ég sá einhverju sinni um heilsufrumkvöðulinn John Harvey Kellogg sem rak "sanitarium" undir yfirskriftinni "Western Health Reform Institute" í upphafi tuttugusta aldar.

Altént, ég reyndi að leita uppi upprunalegu fréttina um tryptofan og þunglyndi á vefsíðu Berlingske tidende*.

Það eina sem ég fann þessu tengt var frétt um rannsókn á seratónin sveiflum í einstaklingum með ólíkar arfgerðir þeim hófsama titli Danskere løser vinterdepressionens gåde. Ekkert í þeirri frétt að finna um næringu og vetrarþunglyndi.

Greinin í BT vitnar í grein á videnskab.dk (Vinterdepression styret af gen) sem ræðir heldur ekki þessi næringartengsl. Reyndar var sú rannsókn bara unnina á 56 einstaklingum, en samt treysta fréttamennirnir sér til að segja að vetrarþunglyndi sé stýrt af geni.

Eftir að hafa gefist upp á BT leitaði ég á Pubmed. Þar fann ég nokkrar yfirlitsgreinar um tryptofan (tryptophan) og þunglyndi (depression). Úr einni þeirra:

A large number of studies appear to address the research questions, but few are of sufficient quality to be reliable. Available evidence does suggest these substances are better than placebo at alleviating depression. Further studies are needed to evaluate the efficacy and safety of 5-HTP and tryptophan before their widespread use can be recommended.

...

Of these, only two trials, involving a total of 64 patients, were of sufficient quality to meet inclusion criteria. The available evidence suggests these substances were better than placebo at alleviating depression (Peto Odds Ratio 4.10; 95% confidence interval 1.28-13.15; RD 0.36; NNT 2.78). However, the evidence was of insufficient quality to be conclusive.

Tryptophan and 5-hydroxytryptophan for depression. Shaw K, Turner J, Del Mar C. Cochrane Database Syst Rev. 2001;(3):CD003198.

Þeir segja einnig í annari grein:

However, the small size of the studies, and the large number of inadmissible, poorly executed studies, casts doubt on the result from potential publication bias, and suggests that they are insufficiently evaluated to assess their effectiveness.

Publication bias er sú tilhneyging að birta bara jákvæðar niðurstöður. Sem er auðvitað svindl, því við verðum að vita um allar rannsóknir (jákvæðar og neikvæðar).

Greinarnar styðja sem sagt ekki staðhæfingarnar í frétt/bloggfærslu mbl.is.

Vitanlega skiptir máli að borða fjölbreytta og næringaríka fæðu. En við  hljótum að gera kröfu um að leiðbeiningar fræðinga byggi á einhverjum fræðum.

Þangað til getur maður haldið áfram að kneyfa smjörstykkin, raða svínarifjum í vömbina, þamba chilliblönduðu ólífuolíuna og sprauta sig með fljótandi níkótínbættu súkkulaði.

*Leitarorðin voru: Vinterdepression, depression og serotonin.

Grein dananna:

'Seasonal Changes in Brain Serotonin Transporter Binding in Short Serotonin Transporter Linked Polymorphic Region-Allele Carriers but Not in Long-Allele Homozygotes'; doi:10.1016/j.biopsych.2009.11.027 

Yfirlitsgreinar

Tryptophan and 5-hydroxytryptophan for depression. Shaw K, Turner J, Del Mar C. Cochrane Database Syst Rev. 2001;(3):CD003198.

Are tryptophan and 5-hydroxytryptophan effective treatments for depression? A meta-analysis. Shaw K, Turner J, Del Mar C. Aust N Z J Psychiatry. 2002 Aug;36(4):488-91.

Serotonin a la carte: supplementation with the serotonin precursor 5-hydroxytryptophan.

Turner EH, Loftis JM, Blackwell AD. Pharmacol Ther. 2006 Mar;109(3):325-38. Epub 2005 Jul 14. Review.


mbl.is Matur gegn skammdegisdrunga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Háskóladagurinn 20 febrúar

Laugardaginn 20 febrúar verður kynning á Háskólanámi, í Ráðhúsi Reykjavíkur og á Háskólatorgi Háskóla Íslands.

visindavaka_2332.jpgKynningin í HÍ verður frá 11 til 16, og eins og sjá má á námskynningasíðu og frétt um grunnnám við HÍ.

Að þessu tilefni munum við í líffræðinni opna tilraunastofurnar okkar í Öskju.

Þar getur hver sem er, ekki bara væntanlegir háskólanemar, komið og kynnst viðfangsefnum líffræðinnar.

Í fyrra vorum við með dæmi um tilraunir í grasafræði, örverufræði, dýrafræði og sameindalíffræði. Nemendurnir okkar fá að gera allskonar kúnstir, sumir eru að skoða lífríki hafsins (myndina skaffaði Fannar Þeyr Guðmundsson í Eyjafirði) en aðrir kafa í leyndardóma erfðaefnisins (mynd af vísindavöku, tekin af yðar æruverðugum).Hveljurannsoknir_FannarTheyr

Vefsíða líf og umhverfisvísindadeildar HÍ

Eldri kynningarsíða um Líffræðinám við Háskóla Íslands


DNA fyrir ofan arininn og í eldhúsinu

DNA er eitt þekktasta tákn vísinda nútímans.

dna_double_helix_vertikal.png

Mynd af wikimedia commons.

DNA er tvíþátta sameind, fósfóríbósakeðja með viðhangandi basa (A, C, G og T). Basarnir snúa inn í sameindina og parast á þar tveir og tveir (G með C og A með T).

DNA er skoðað með því t.d. að senda sýni í gegnum hlaup. Þau flytjast í gegnum hlaupið (kallað gel) vegna rafstraums, sem togar í DNAið (sameindin er neikvætt hlaðin).

Litlar DNA sameindir ferðast hraðar en stórar í gegnum hlaupið, af sömu ástæðu og krakkarnir stinga mann af í Kringlunni (þau smjúga auðveldar í þröngu rými).

Myndir af DNA sem dregið hefur verið á geli er nú orðið að list/markaðsvöru. Stíllinn er frekar einfaldur og útfærslan er sú að setja mismunandi liti á frekar einföld gel, sbr dæmi hér að neðan og gallerí  fyrirtækisins Yonder biology.

duet-dna-art.jpg

superhero.jpg

Næst má maður búast við því að fólk fari að blanda DNA í eldhúsinu heima...heyrðu það er nú þegar að gerast Do-It-Yourself Genetic Engineering. 


4000 ára maðurinn

Samkvæmt greiningu Rasmussen er Saqqaq maðurinn greinilega ættaður frá Asíu. Hann er skyldastur ættbálkum sem nú búa í norðausturhluta Asíu en minna skyldur núlifandi Grænlendingum en t.t.l. fjarskyldur íbúum suður og mið Ameríku (það er það sem "lítíl líkindi..." átti að segja í frétt mbl.is).

Það sem liggur til grundvallar þessum niðurstöðum er þróunarkenning Darwins og ný tækni sem gerir okkur kleift að skoða heil erfðamengi eða mörg þúsund erfðamörk í hverjum einstaklingi.

Þróunarkenningin sýndi fram á að allar lífverur  á jörðinni eru af sama meiði, og að það sé hægt að reikna skyldleika á milli tegunda, alveg eins og á milli einstaklinga. Það að byggja ættartré er ekkert frábrugðið því að byggja þróunartré. Það er skemmtilega viðeigandi að sjá svona grein á afmælisdegi Charles Darwin.

Víkjum aftur að grein Rasmussen og félaga. Það kemur einnig í ljós á rannsóknum þeirra á 90000 stökkbreytingum í fjórum norður amerískum og tólf asískum ættbálkum að mikil erfðablöndun hefur orðið við evrópubúa. Það eru engin merki um að Saqqaq maðurinn eigi sér evrópska forfeður. Þetta undirstrikar að í kjölfar landafundinna miklu hafi byrjað heilmikil erfðablöndun á milli heimsálfa og ættbálka. Og að ímynda sér að einu sinni trúði fólk því að guð hefði skapað aðskildar tegundir manna, hvíta drottnara og svart þrælaafl.

Í vísindaritum hafa nú verið birt 8 erfðamengi heilla einstaklinga (eins afríkubúa, fjögurra evrópubúa, eins kínverja og tveggja kóreubúa). Næsti áfangi er að raðgreina 1000 erfðamengi, sem gæti gefið okkur betri sýn á breytileikann sem finna má í erfðamengi mannsins. Það gerir okkur kleift að skoða uppruna, skyldleika og erfðablöndun fólks, sem og nýtist við að finna erfðaþætti sem hafa áhrif á sjúkdóma.

Þegar ég las þessa grein hvarflaði hugurinn ósjálfrátt til lagsins Jerdacuttup man af plötunni Calenture (texti), þar sem 10000 ára maður á British museum segir sína sögu.

I live under glass in the British museum
I am wrinkled and black, I am ten thousand years
I once lost in business, I once lost in love
I took a hard fall, I couldn't get up

...

They stitched up my eyelids so l couldn't see
They sewed up my mouth so very carefuly
They stitched up the wound they had made in my side
They wrapped me up tight and they threw me inside

I tried to object but the words didn't come
Say, "You're making a mistake, boys, you've got the wrong one,
I'm a little out of shape, but I'm too young to go!"
But my throat just seized up and it started to snow

Flytjendur eru ástralska hljómsveitin The triffids. Það var aldrei gert myndband við þetta lag, slagarinn Bury me deep in love er líklega þekktasta lag sveitarinnar.

Ítarefni:

Rasmussen o.fl. Ancient human genome sequence of an extinct Palaeo-Eskimo Nature 463, 757-762 (11 February 2010) | doi:10.1038/nature08835.

Carl Zimmer New York Times Whole genome of ancient human is decoded


mbl.is Innflytjendur frá Síberíu á Grænlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvalir í kastljósi

Í gærkveldi var í Kastljósi ágætis umfjöllun um rannsóknir Hafrannsóknarstofnunar á ferðalögum hvala.

Rætt var við Gísla A. Víkingsson hvalasérfræðing og sýndar myndir af ferðalögum nokkura hvala.

Humpback_whale_jumping Mynd af hnúfubaki af wikimedia commons.

Umfjöllun Kastljós 9. febrúar 2009. Hvert fara hvalirnir á veturna?

Tveir hnúfubakar merktir - Fylgst með ferðum hvala um gervitungl - fréttir og myndir af vef Hafró.

Þetta gefur ágætis hugmynd um það hvernig rannsóknir á hvölum og lífríki hafsins ganga fyrir sig. Mikið verður ljómandi gaman að sjá niðurstöður þessara rannsókna þegar þær verða birtar opinberlega.


Hvað er líffræði?

Eftir að ég "hlaut" þann heiður að taka þátt í kynningarstarfi* fyrir líf og umhverfisvísindadeild HÍ, þá hef ég velt því fyrir mér hvað líffræði eiginlega sé?

Svarið er margþætt, og kannski best að svara því með myndum.

Líf er barátta - hér eru húnar að slást í dýragarðinum í Kaupmannahöfn. Allar lífverur þurfa að berjast fyrir lífinu, takast á við systkyni sín, afræningja, bráð eða bara skuggann í skógarbotni. Mynd A.Pálsson - copyright. bangsaslagur.jpg

Líf er fegurð - Lundar (Fraticula artica) eru fagurlega skreyttir, oft til að ganga í augu maka og gefa í skyn líkamlegt (ef ekki andlegts) heilbrigði.  Mynd og copyright Sigríður R. Franzdóttir - með góðfúslegu leyfi.  fraticulaartica_sigridurrutfranzdottir.jpg

Líf er fjölbreytileiki - blómabreiða í danaveldi. Allar lífverur mynda stofna, samsetta úr svipuðum en ólíkum einstaklingum. Breytileiki á milli einstaklinga er grundvöllur þróunar. Mynd A.Pálsson - copyright. blomdanmork.jpg

Líf er fæðing og dauði - Risafuran (Sequoiadendron giganteum) getur lifað í tvö þúsund ár, á meðan sumir gerlar þrauka vart daginn. Myndin af Grant hershöfðingja var tekin í Kings Canyon National Park. A.Pálsson - copyright. GrantHershofdingi_APalsson

*Hlutverk mitt og samstarfsmanna er að kynna deildina, útbúa fréttatilkynningar, sjá um að vefsíðan sé í lagi (sem hún er ekki - ég veit), taka á móti framhaldsskólanemendum sem vilja kynnast líffræði og skipuleggja annað kynningarstarf.


Fiskastærðfræði og litur risaeðlanna

Í tilefni dagsins vill ég benda fólki á tvo góða pistla í New York Times.

Annar fjallar um stærðfræði, From Fish to Infinity og er eftir Steven Strogatz (professor of applied mathematics at Cornell University)

Þar fjallar hann um grunn stærðfræðinnar og vitnar meira að segja í hetjurnar á Sesamestræti.

Hinn pistillinn er eftir Carl Zimmer, og fjallar um nýlegar rannsóknir á lit risaeðlanna Evidence Builds on Color of Dinosaurs.

Í bókum, sérstaklega þeim sem ætlaðara eru börnum, eru risaeðlurnar oft sýndar sem skær bleikar, bláar eða röndóttar. 

Það er mjög erfitt að rannsaka steingervinga, hvað þá að reyna að ráða í einstakar gerðir frumna. Sýnin sem nýttust best eru af forfeðrum fugla (sbr mynd af fjöður hér að neðan - úr grein Zhang og félaga).

nature08740-f1_2.jpg

Frumheimildin er í Nature

Fossilized melanosomes and the colour of Cretaceous dinosaurs and birds Fucheng Zhang, Stuart L. Kearns, Patrick J. Orr, Michael J. Benton, Zhonghe Zhou, Diane Johnson, Xing Xu & Xiaolin Wang, doi:10.1038/nature08740


Æ, æ, æ og æ

Nokkur vandamál blasa við.

Í fyrsta lagi er sjaldgæft að fundur gens leiði til þróunar lyfs. Í gagnagrunnum eru nú til fleiri þúsund gen sem hafa áhrif, mismikil og fjölskrúðug, á hina og þessa sjúkdóma. En aðeins lítill hluti þeirra hefur leitt til nýrra lyfjameðferðar, sem samþykkt hefur verið af heilbrigðisyfirvöldum.

Í öðru lagi tekur það langan tíma að þróa lyf, jafnvel þótt að það sé vitað hvaða líffræðilega ferli sé úr garði gengið í viðkomandi sjúkdómi (lyf geta haft margvíslegar aukaverkanir eða ekki komist að markfrumum sínum og þess háttar, og gegn sumum sjúkdómum er bara ekki hægt að þróa lyf). Þess vegna er staðhæfing eins og þessi mjög óábyrg:

Líklega gætu fyrstu lyfin verið tilbúin til prófunar eftir um það bil 3 ár.  

Við gætum allt eins haldið því fram að fyrsta nýlenda manna á sólinni gæti verið tilbúin eftir 15 ár (þ.e. ef tilraunir okkar til að slökkva á sólinni, snöggkæla hana og flytja nokkur hjólhýsi þangað ganga eftir).

Þetta tvennt á að vera öllum erfðafræðingum ljóst, þótt vissulega hafi sumum læknum og liffræðingum fundist í lagi að halda öðru fram, m.a. fyrirtækjum sínum til framdráttar (t.d. Íslensk erfðagreining - sjá lögmál erfðafræðinnar).

Í þriðja lagi er frétt mbl.is bara bein þýðing, málsgrein fyrir málsgrein, á frekar stuttaralegu skeyti á vefsíðu Sky. Sbr: 

Sérfræðingar eru að gera tilraunir með lyf, sem kynnu að lengja líf fólks, að sögn Sky sjónvarpsstöðvarinnar. Lyfið er sagt líkja eftir þremur genum, sem öll hafa áhrif á lífslíkur.

The drug, which could be ready for testing within three years, is designed to mimic the actions of three 'super genes' which all significantly increase the chances of living past 100.

Tvö þessara gena auka framleiðslu svonefnds góðs kólesteróls í líkamanum sem aftur dregur úr líkum á hjartasjúkdómum og heilablóðfalli. Þriðja genið dregur úr hættu á sykursýki. Fólk, sem fæðist með þessa erfðavísa eru 20 sinnum líklegra en annað fólk að ná 100 ára aldri og 80% minni líkur eru á að það fái Alzheimer-sjúkdóm en fólk sem ekki er með þessa erfðavísa.

Two of the genes increase the production of so-called good cholesterol in the body, reducing the risk of heart disease and stroke, while the third helps to prevent diabetes.

People born with the genes are 20 times more likely to live past 100, and 80% less likely to develop Alzheimer's.

Ég er búinn að skrifa nokkra pistla á þessum nótum, þar sem litið er gagnrýnum augum á vísindaumfjöllun mbl.is. Þetta er dálítið eins og ætla að kenna hundi á ritvél, hann sýnir ágæt tilþrif annað slagið en síðan fer allt í sama, "naga lyklaborðið - slefa á pappírinn" farið. En jæja kraftaverkin gerast ekki af sjálfu sér.


mbl.is Lyf í þróun til að lengja lífið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meira um kríurnar hans Ævars

Fyrir tæpum mánuði var tilkynnt um stórbrotið ferðalag kríunnar

Samstarf Ævars Petersen og nokkura erlendra vísindamanna snérist um að merkja kríur með örsmáum skráningartækjum, sem gerði þeim kleift að fylgjast með flugi þeirra heimskautanna á milli.

Greinin var fyrst birt á vef PNAS, og er nú komin út á prenti. Hér að neðan eru tvær myndir úr greininni, sem rekja flug einstakra fugla frá norðri til suðurs (grænt) og til baka (gult).

Það er eftirtektarvert að fuglarnir velja tvær leiðir þegar þeir nálgast miðbaug á suðurleiðinni. Sumir, þar með allir íslensku fuglarnir (eftir því sem ég best veit) fylgja strönd Afríku, á meðan annar hópur leggur að við Brasilíu og fljúga með strönd suður Ameríku.

Frumheimild:

Tracking of Arctic terns Sterna paradisaea reveals longest animal migration Carsten Egevang, Iain J. Stenhouse, Richard A. Phillips, Aevar Petersen, James W. Fox og Janet R. D. Silk, PNAS 2010.

kria_samerikuleidin.jpg

 

kria_afrikuleidin.jpg


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband